Iðunn - 01.02.1889, Page 135
Dáleiðsla og svefngöngur. 129
an væri, þangað til hún loksins lagði : Urið er nú
horfið, nú sé eg 10 sentíma.
Hún hafði stöðugt auguu á skuggsjánni sinni;
þá gerði egþað, að eg staðnæmdist að baki henni,
þannig, að höfuðið á mjer skyggðist á spjaldinu.
Iiúu kastaði óðara á mig kveðju, og fór að tala
við mig. Fjórir eða 5 menn, sem voru henni al-
veg ókunnugir, gengu svo hver á eptir öðrum bak
við rúmið hennar; hún sagði sitt um hvern þeirra;
einn þeirra kvað hún .ungan, annan gamlan, enn
einn svartskeggjaðan, annan hvítskeggjaðan ; hún
tók eptir livað lítið sem þeir hreifðu sig. Einn
þeirra tók upp vindil, og bar sig til eins og hann
ætlaði að fara að kveykja í honum ; við hann sagði
hún : Feilið þór yður ekki. Einn signdi sig , og
óðara sagði hún : þessi maður er vel kristinn.
Síðan kom eg pappírsmiða, sem á var skrifað : »Eg
er djöfullimn, fyrir ofan höfuðið á henni. Óðara
en hún tók eptir því (í skuggsjánni sinni), fór hún
að signa sig, og allir tilburðir hennar báru þess
ljósan vott, að hún væri mjög hrædd, en ótti sá
snerist í fögnuð, þegar eg hafði miðaskipti og
kom með annan, sem á var skrifað : »Eg er góður
guð».
Að því er snerti næmleik ilmanar hennar, urðu
menn þess vísari, er nú skal greina.
Natalíu var á sama hátt og fyr segir
komið í dáleiðslu, og að því búnu lét eg hana
festa augastað á heimsóknarmiða, sem eg því næst
reif í sundur í Btykki, sem eg vissi hvað mörg
voru. Svo lót eg halda henni í rúminu, en fór
Iðunn. VII. 9