Iðunn - 01.02.1889, Page 136
130 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
sjálfur inn í herbergi við hliðina á herbergi því, er
hún lá í, og þar faldi eg pappíratætlurnar á ýms-
um stöðum, undir ábreiðu, í jurtapottum, ofn-
inum, í vösum ýmsra manna, sem þar voru inni,
og fór svo til sjúklingsins með seinustu tætluna af
heimsóknarmiðanum, og fékk henni hana. Natalía
þefaði hvað eptir annað af bréftætlunni, hvikaði
við rétt sem snögg^ ast, en snaraðist svo inn í hitt
herbergið, og viðraði þar f allar áttir eins og hund-
ur ; allt í einu staðnæmist lnm, viðrar aptur, og
eptir nokkurt hvik ratar hún á fyrstu tætluna, og
æpir upp yfir sig af fögnuði ; hún fer svo sem ekk-
ert sé um að vera fram hjá hlutum og mönnum,
sem ekki hafa fólgið það sem hún er að leita að;
hún staðnæmist aptur hjá öðrum, og linnir ekki
látum fyr en henni eru fengnar tætlurnar.
jpegar hún á þennan hátt hefir fundið talsvert
margar tætlur af heimsóknarmiðanum, þá fer hún
að reyna að setja miðann saman aptur. Iíún telur,
leggur tölu þess, sem fundið er, saman við það sem
ófundið er, og kemst meðþví að því, hvað margar
tætlurnar höfðu orðið, en það vissi engiun nema
eg einn. |>etta tekst samt ekki eins vel, þegar
miðinn hefir verið rifinn sundur svo, að hún hefir
fengið að horfa á það ; þá skjátlast henni stund-
um í því að telja tætlurnar saman. Leitin að sein-
ustu tætlunum tekst ekki heldur eins vel. jpað
ber opt við, að lieuni villast vegir að því sem hún
er að leita að; hún snýr opt tvisvar eða þrisvar að
sama stað og því um líkt. Henni tekst því betur
sem miðanum hefir verið skipt í færri stykki.
Meðan hún er að leggja saman miðatætlurnar,