Iðunn - 01.02.1889, Side 138
132 J. Chrisfcraas-Dircliinck-Holmfeld:
lengi, því að hálfri stundu liðinni varð hún jafn-
aðarlegast þreytt; hún fékk svimaköst og henni
varð óglatt.
þegar hún er vakin, þá man hún ekki neitt
eptir tilraunum þeim, sem gerðar hafa verið með
hana.
það er, ef til vill, rétt að geta þess, að til-
raunir þær, er hér hefir verið frá sagt, og sem
margsinnis hafa verið gerðar, og ávallt farið svo,
sem nú hefir verið sagt, hafa farið fram í viður-
vist margra skilríkra votta, svo að ekki er hægt
að efa það, að hér sé rétt frá sagt.
Til þessara svæfingardás-fyrirburða eru menn
vanir að telja enn eiun fyrirburð, sem menn alls
ekkert slalja í, og sem kalla mætti æðisbrigði. Að
svæfðir menn geti orðið sem allt aðrir meun, brugð-
iö æði sínu, fyrir því er hversdagsleg reynsla, sem
hægt er að verða var viö hjá flestum mönnum,
þegar menn, meðan þeir eru í svæfingardáinu,
koma þeirri hugmynd inn hjá þeim, að þeir sé
orðnir allt aðrir en þeir eru; en þetta, sem hér
ræðir um, er svo lagað, að á stöku mönnum vak-
andi verða þau æðisbrigði, að þeir alveg að rauna-
lausu eins og ummyndast í annan mann, er gjör-
samlega hefir týnt allri hugmynd og öllu minui um
sína fyrri tilveru. þegar þetta kast er um liðið,
en það getur varað mislengi — stundum svo mán-
uðum skiptir — þá verður maðurinn aptur eins og
hann áður átti að sér, og þá man hann heldur ekki
minnstu vitund eptir þvf, hvað lmnn liefir aðhafzt
í kastinu. það, sem einkennir þessi köst, er ekki
að eins þetta minnisleysi um hið fyrra lif, heldur