Iðunn - 01.02.1889, Side 140
134 J. Clnistmas-Dirckinok-Holmfeld:
aðkcnningarnar ákafari. |>á fyrst varð það, að
Dr. Azam fékk tækifæri til þess að kynna sér hagi
sjúklingsins, og upp frá því fram á þenna dag hefir
hann lengst af átt kost á að veita lífi hennar ept-
irtekt, og gert það nákvæmlega. þegar Félida er
•eins og hún á að sér, þá er hún þegjandaleg og'
fáskiptin, er þá sí og æ að hugsa urn veikindi sín,
•og svarar önuglega því sem hún er spurð- að.
þegar köstin koma, finnur hún allt í einu til mik-
ils sársauka í gagnaugunum ; höfuð hennar hnígur
niður á brjóstið, og hún virðist vera steinsofandi.
Ekkert megnar að vekja hana af þessum svefni;
hún er alveg tilfinningarlaus og heyrir ekkert, sem
við hana er mælt. þessi svefn stendur yfir svo sem
tvær mínútur, og svo vaknar húu eins og allur ann-
ar maður. Hún kastar brosandi kveðju á þá, sem
við eru staddir; þar sem hún áður var þegjandaleg
og stúrjn, er hún nú glaðleg og fjörleg. Hún gengur
með kappi að öllu sem gera þarf heima fyrir; henni
•er ánægja að allri vinnu, og hún kennir ekki neinna
sinni fyrri meina.
A þessu skeiði æfi hennar varaði þetta ástand
hennar tvær stundir, og mau hún þá allt, sem
fram hefir farið, meðan hún er eins og hún á að
sér, og eins það, sem gerzt liefir í fyrri köstunum.
En þegar kastið er um liðið, og hún aptur er kom-
in í sitt upphaflega ástand, þá hefir hún gleymt
öllu því, sem hún hefir aðhafzt meðan á kastinu
stendur. þegar kastið líður af henni, fer allt á
sömu leið og þegar kastið byrjar. Hún sofnar
-svo sem f 2 mínútur, og vaknar svo aptur dapur-
leg, og með sínum vanameinum. Hún remiir eng-