Iðunn - 01.02.1889, Page 141
Dáleiðsla og svefngöngur.
135
an grun í, hvað gerzt hefir þessar síðustu tvœr
stundir, en hún man gjörla eptir því, sem gjörzt
hefir á hennar fyrri æfi utan ka3tauna. Félida er
að þessu leyti ólík öðrum »tvímenningi», er ame-
ríkskur læknir, er Mac-Nish heitir, hefir sagt frá
fyrir hér um bil 50 árum.
Sjúklingurinn hans gleymdi, meðan á köstun-
um stóð, — en þau stóðu mánuðum saman — öllu
því, er hún hafði numið á siuni fyrri æfi : lestri,
skript, söng o. s. frv., og varð að setjast við að læra
á nýja leik, þangað til hún raknaði við aptur, og
Var þá eins og hún átti að sér.
það er merkilegt við þessa Félida, er Dr.
Azam segir frá, að hennar annað ástand hefir orðið
tíðara og tíðara, eptir því sem hún hefir elzt, og
varað æ lengur og lengur. þegar hún hafði fimm
um tvítugt, var hér um bil jafnskipt milli beggja á-
standa hennar, en nú sem steudur er það ekki
nema þriðjungur af æfi hennar, sem hún lifir í
sínu upphaflcga ástandi; liina 2 þriðjungana er
hún í síðara ástandinu. Svefninn milli kastanna
er nú einnig miklu styttri, svo að henni tekst það
jafnaðarlega, að láta þá, sem við eru staddir, ekki
verða neins vara. það er enn sem fyr, að þegar
hún er eins og hún á að sér, þá hefir hún gleymt
öllu, sem gerzt hefir á fyrri æfi sinni. þessi minn-
ismissir var svo algerr, að hún mundi ekki vitund
eptir því, þegar hún varð eins og hún átti að sér,
hvað gerzt hafði í einu kastinu, sem hún fékk um
tvítugsaldur; þá hafði unnusti hennar gert hana
barnshafandi, og átti hún, þegar kastið leið af henni,
Ómögulegt með að skilja í því, að hún gæti verið