Iðunn - 01.02.1889, Page 142
136 J. Christraas-Dirckinck-Holmfeld:
orðin vanfær, þangað til ein vinkona hennar 3agði
lienni, hvernig á öllu stóð, en heldur fruntalega, svo
að hún fékk áköf móðursýkisflog.
Dr. Bourru og Burot hafa fyrir skemmstu birt
eitt tilfelli af æðisbrigðum, er þeir hafa átt kost á
að athuga. Sjúklingur þeirra hefir 6 hamskipt-
in, og hefir hann í þeim gleymt öllu því, er gerzt
hefir á hans fyrri æfi utan þess ástands, sem hann
þann og þann svipinn er í. Geðslag hans breytist
algjörlega eptir ástandinu, og, það sent er fullt eins
undarlegt, einnig heilsufar hans. A einu skeiði
æfi hans varð hann snögglega máttlaus í báðum
fótum upp úr hræðslu. |>etta máttleysi leið frá
eptir nokkra mánuði, en hvert skipti, sem hann
síðar á æfi sinni kemst aptur á það skeiðið, sem
hann fékk máttleysið í, verður haun aptur mátt-
laus í fótunum. Meðan ltann var með máttleys-
inu, lærði hann skraddaraiðn , en henni hefir
hann alveg týnt niður á hinum skeiðum tilveru
sinnar.
Enskir og ameríkskir læknar hafa og skýrt frá
áþekkum tilfellum.
II.
Saga svæfinganna.—Mikilhæfi þeirra til lækn-
inga. — Hættan viö því, að þeim kunni
að veröa misbeitt.—Ýmsar skoöanir
á eöli þeirra.
Svæfingarnar eru sjálfsagt æfa-gamlar. Á Sín-