Iðunn - 01.02.1889, Síða 144
138 J. Christmas-Dirckmck-Holmfeld.
á veg komnir með að draga iir höndum skottu-
lækna það sem þeir áður höfðu sleppt við þá.
Skrummikill skottulæknir einn, er Mesmer hót,
sem var uppi um miðbik 18. aldar, hefir það til
síns ágætis, að hann varð til þess, að menn á
seinni öldum fóru almennt að sinna svæfingum,
því hann gerði tákn og stórmerki í lækningum á
sjúklingum, sem hann þóttist segulmagna, og græddi
á þeim of fjár. það er hér óskylt að fara að segja
sögu Mesmers. Margir munu hafa heyrt sagt frá
lækninga-aðferð hans. Hann lét sjúklingana sitja
þegjandi kring um stór keröld. Hinn segulmagn-
aða vökva, er Mesmer þóttist hafa, lagði frá hon-
um í keraldið og úr því aptur til sjúklinganna.
f>egar þeir höfðu setið fyrir um stund, fengu þeir
sinakippi eða féllu í dá. Stundum urðu köstin,
sem sjúklingarnir fengu, æði svæsin, og svo fór
að lokum, að Mesmer voru bannaðar þessar
»setur».
Mesmer fékk marga fylgismenn, og má telja
helztan markgreifann af Puységur. Hann »segul-
magnaði» menn með því að leggja hendur yfir þá,
eða þá með glerstöngum, eða með #segulmögnuðum
viði». A þenna hátt tókst honum að svæfa sjúk-
linga sína; og honum tókst vel að lækna marga.
En á stjórnarbyltingarárunum og styrjaldarárum
keisararíkisins frakkneska hættu menn að sinna
þessu »dýrasegulmagni», því það nafn var svæfing-
unum enn gefið. það var ekki fyr en á árunum
frá 1820 til 1830, að menn fóru aptur að gefa
þeim gaum; og þá voru það mikilhæfir menn, t.