Iðunn - 01.02.1889, Síða 145
Dáleiðsla og svefngöngur.
139
a. m. Dupotet og Husson, er leiddu athygli almenn-
ings að þessum fyrirburðum.
Frakkneska visinda-akademíið setti árið 1825
nefnd eptir áskoruu frá Dr. Foissac til þess að
rannsaka þessar svokölluðu »segulmagnanir» og
svæfingar. Dr. Husson samdi skýrsluna um að-
gjörðir nefndarinnar, og var hún lesin upp í aka-
demíinu 6 árum eptir að nefndin var sett. I sögu-
legu tilliti er skýrsla þessi gagnmerkileg, því að
ályktanir þær, er nefndin dró af rannsóknum sínum,
koma í mörgum greinum heiin við það, sem allir
nú eru samdóma um.
Mikilvægustu ályktaratriðin , er tekin voru
fram í skýrslu þessari, vpru þau er nú skal segja.
Segulmagnarinn verkar á sjúklinginn með því
að snerta hann með fingrunum, með því að núa
hann, eða með einhverjum tilteknuin hreyfingum,
er hann hefir í frannni skammt frá líkama sjúk-
lingsins. Verkanin kemur í ljós eptir skemmri
oða lengri tíma (eina mínútu til hálfrar stundar).
þegar einhver sjúklingur hefir einu sinni verið
segulmagnaður, þá þarf seinna meir ekki ávallt að
koma við hann eða því um líkt, til þess að segul-
luagna hann ; þá þarf opt ekki annað en að segul-
magnarinn líti á hann eða skipi honum að falla
í dá.
A þeim, sem svæfðir eru, verða ýmsar merki-
legar breytingar, bæði að því er snertir skarpleik
líkamsvita þeirra og skilnings, t. a. m.:
a) Sumir heyra að eins rödd »segulmagnarans»,
þótt margir menn sé að tala saman umhverfis þá,
og jafnaðarlegast er það, að þeir taka ekki eptir