Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 146
140 J. Christraas-Dirckinck-Holmfelcl:
því, sem fram fer í kring um þá. Meira að segja,
margir þeirra heyra ekki, hvað mikill skarkali sem
gerður er rétt við eyrun á þeim.
b) þeir hafa augun aptur; það er mjög erfitt að
opna á þeim augnalokin, og þeir ranghvolfa augun-
um upp á við.
c) Stundum virðist ilmanin þeim alveg gengin.
það má láta þá anda að sér ammoníaki, án þess
að þeim verði neitt ónotalega við, meira að segja,
þeir virðast ekki hafa neitt veður af því. Stund-
um aptur á móti er allt annað efst á borði; ilman
þeirra er þá svo næm, að þeir viðra það, sem er
mjög þeflítið.
d) Flestir þeirra, er svæfðir voru til reynslu,
voru alveg tilfinningarlausir. þeir finna ekkert til
þess, þótt þeir sé klipnir eða stungnir með-nál.
Einn kvennmaður var svo gjörsamlega tilfinningar-
laus, að það tókst að skera hana til lækninga
miklu skursli, án þess að hún brygði svip, eða
æðasláttur eða andardráttur breyttist á nokkurn
hátt.
þegar sjviklingarnir hafa verið vaktir, þá hafa
þeir verið algjörlega búnir að gleyma öllu því, er
fram fór, meðan þeir voru svæfðir.
Að því er snertir það atriði, hvað mikils virði
segulmögnunin kunni að vera sem lækningarmeð-
al, þá er ekki hægt að segja neitt ákveðið um það,
fyr en búið er að reyna hana á miklum fjölda af
sjúklingum. Nefndin lætur því við það lenda, að
skýra frá hinum einstöku tilfellum, er hún hefir átt
kost á að sjá, en lætur sér ekki til hugar komft
að draga dæmi saman af þeim.