Iðunn - 01.02.1889, Síða 148
142 J. Christmas-Dirckinok-Holmfeld:
ur dávaldsins, stendur fyrir hugaraugum hans svo
sem væri það svo í raun og veru. því optar sem
tilraunir eru gerðar, þeim mun betur tekst við
hvern einn, sem reynt er við. Ef dávaldurinu ekki
lætur í Ijósi vilja sinn með orðum eða bendingum,
er sá skilur, sem svæfður er, þá gerir hann ekkert.
Stellingar þær, sem menn setja hinn svæfða í,
vöðva hans eða andlitsdrætti, geta vakið tilfinn-
ingar og geðshræringar, er samsvara limaburðinum
eða svipnum, eins og hins vegar hugmyndin um
mismunandí tilfinningar og geðshræringar getur
komið því til leiðar, að allt látbragðið samsvari
hinum ímynduðu tilfinningum og geðshræringum.
þetta kemur nú allt vel heim við skoðanir
þær, er nú eru algengastar, og nú rengir enginn, að
þetta sé svo. En allt um það var þó lítill gaumur
gefinn að bók Braids á Englandi, og á Frakklandi
vissi enginn neitt af henni að scgja.
þessu næst var það í Ameríku, að svæfing-
arnar vöktu athygli ahnennings á sór. Arið 1848
gat ameríkskur maður, er Grimes hét, komið til
leiðar öllu hinu sama, sem Braid skýrir frá í sinni
bók, og virðist hann þó ekki hafa þekkt til rita
Braids ; Grimes sýndi og fram á það, að hinum
sömu fyrirburðum má koma til leiðar á vakandi
mönnum, ef þeir eru vel viðurtækilegir; það er þá
nóg með orðurn einum að innblása þeim eitthvað.
|>etta hafði nú Braid áður sýnt fram á, árið 1846,
í ritgjörð, sem hann kallaði: The power of the
mind over the body (vald hugans yfir líkamanum).
Grimes kallaði kenningu sína electrobiologia, og
hún útbreiddist víða í Ameríku með lærisveinum