Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 149
Dáleiðsla og svefngöngur. 143
hans, sem hann átti marga, þótt þeir hvergi nærri
allir væri jafnsnjallir meistaranum. Lækninga-
aðferð hans kom annars opt að góðu haldi, þegar
þurfti að gera menn tilfinningarlausa,sem skeraþurfti
til lækninga, og annars í meðferð ýmiskonar sjúk-
dóma.
það var ekki fyr en árið 1859, að kenningar
Braids urðu kunnar á Frakklandi. þá gerði Dr.
Azam nokkrar tilraunir á sjúklingum, og tókust
þær allar mæta vel. 1 svipinn fannst mönnum
mikið til um þessar tilraunir hans, þegar hann
skýrði frá þeim, en það stóð ekki lengi, og svo.
var máli því engi gaumur gefinn, og það þrátt
fyrir það, þótt Dr. Liébeault gæfi árið 1866 skýrslu
urn ágætan árangur af þessum lækningatilraunum,
í bók, er hann kallaði: Du sommeil et des états.
analogues, considérés surtout au point de vue de
l’action du moral sur lc physique —, og er það hið
merkasta rit um það efni, e'r út hafði komið allt
fram að þeim tíma, eptir það að Baird gaf út bók
slna. þó varð ekki Liébeault svo mikið ágengt,
að hann fengi almennt lækna til þess, að gefa
gaum að þessu máli svo vel sem vert var. það
þurfti lækni jafnmikils metinn og Charcot, til þess
uð vekja athygli lækna almennt á svæfingun-
Um og verkunum þeirra; en þegar rekspölurinn
loksins komst á, þá rak hver rannsóknin aðra, og
Uu er búið að rita býsnamikið um þetta efni.
f>að er vel skiljanlegt, að menn nú á dögum
hafa lýst miklum áhuga í því, að rannsaka svæf-
lngarnar og verkanir þeirra, þegar menn líta á
það, hve furðanlega mikinn árangur rannsóknir