Iðunn - 01.02.1889, Side 150
144 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
Jaeasar hafa haft fyrir læknisfræðina, enda er það
varla efamál, að þær, er fram líða stundir, muni
.gefa enn betra árangur. jbessar rannsóknir hafa
■einnig meðfram orðið til þess, að gera oss skiljan-
legt, hvernig undir eru komnar ýmsar furðanlegar
lækningar og meinabætur, sem áður voru taldar
með táknum og stórmerkjum, og sem svo margar
sögur hafa farið af á öllum öldum.
það mun varla vera nokkur sá læknir, sem
ekki viti það af sjálfs sín reynslu, hversu mikið
gagn opt getur verið að þvf, að sjúklingar hafi trú
á einhverju læknismeðali. I mörgum þeim mein-
um, sem eiga rót sína að rekja til taugakerfisins,
við margs konar verkjum, við vöðvaveiklan, sina-
kippum og þar fram eptir götunum, er það eitt
nóg til bóta, að sjúklingurinn sé sannfærðurjj uin
það, að hann muni bót fá af einhverju læknislyfi,
og það þótt þetta lyf í raun réttri ekki geti haft
neina slíka verkun. jpað er einmitt fyrir þetta,
sem skottulæknarnir fá orð á sig. Sjúklingurinn,
sem árangurslaust hefir leitað sér meinabótar hjá
læknum, heyrir sagt frá einhverjum frægum skottu-
lækni, sem að sögn heppnast við hvað eina.
Sjúklingurinn verður fyrir allar sögurnar, sem af
skottulækninum ganga, fulltrúa um það, að hann
sé gæddur því kraptaláni, sem algengir lærðir
læknar ekki hafi neitt af, og í blindni trúir hann
á þessar yfirnáttúrlegu læknisgáfur skottulæknis-
ins, leitar ráða hans og fær meinabót, sem flestum
öðrum en sjálfum honum þykir furðu gegna.
það er bæði sögn og sannindi, að trúin gerir
kraptaverk, ekki sízt þegar um það ræðir, að