Iðunn - 01.02.1889, Page 151
Dáleiðsla og svefngöngur. 145
vinna bót líkamlegra meina. Hér skal segja frá
frægu dæmi, sem er gott sýnishorn þess konar
lækninga. Sjúklingurinn var dóttir Schwarzen-
bergs fursta; hún hafði í 8 ár verið máttlaus í
fótunum, og hafði hún árangurslaust leitað ráða til
frægustu lækna á Frakklandi og þýzkalandi. Prinz-
inn af Hohenlohe, sem í mörg ár hafði verið
prestur, fór árið 1821 með bónda einn á fund
hennar. jþessi bóndi hafði gert prinzinn fulltrúa
um það, að hann gæti læknað sjúka eingöngu fyrir
krapt bænarinnar, og var nú boðinn og búinn til
þess að reyna, hvað sér tækist við furstadótturina.
í marga mánuði hafði umbúnaður verið hafður um
fæturna á henni, er átti að verja vöðvasamdrætti
þeim, er sí og æ fór í vöxt; úr þessum umbúðum
var hún nú tekin, og að því búnu skoraði prest-
urinn á hana til þess að hún bæðist fyrir ásamt
sér og bóndanum. Síðan báðust þau fyrir um
stund heitt og hjartanlega, og spyr svo prinzinn
hana um það, hvort hún nú fulltreysti því, að
hafa fengið meinabót. Já, segir hún, eg trúi því
einlæglega. — Standið þér þá upp og gangið þér,
segir prinzinn. þegar hann hafði þetta mælt,
reis furstadóttirin á fætur, gekk fáein fet áfram í
herberginu, og fór svo að reyna að ganga upp og
ofan stigana. Daginn eptir gat hún farið til
kirkju, og úr því var hún ekkert fötluð á fót-
unum.
Veikindi hennar hafa vafalaust verið þrálátt
máttleysi, er hefir stafað af einhverri taugabilun,
sem er allalgengt, og þarf stundum ekki annað
Iðunn. VII. 10