Iðunn - 01.02.1889, Side 152
146 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
en ákafa geðshræringu til pess, að slíkt máttleysi
batni.
f>að er lækuing slíkra og þvílíkra meina, er
mestu orði hefir komið á heilaga heilsubrunna,
helga dóma og því úm líkt. Sjúklinguriun, er laug-
ast vatninu úr hinum heilaga brunni eða kyssir
heilagan dóminn, gerir þetta með þeirri föstu sann-
færingu, að haun muni fá meinabót, og trú hans
gerir hann hólpinn. Fótlama maður gengur heil-
fættur, hinn blindi fær sýn, og dumbur íær málið.
þt.ð eru ekkí ýkja-mörg ár síðan brunnur Maríu
meyjar við Lourdes varð víðfrægur fyrir hinar
undrunarverðu heilsugjafir, er vatn lians veitti.
Áttræð kona, er hjet María Lanou-Domenyé, sem
1 þrjú ár hafði verið máttlaus í allri vinstri hlið-
inni, fékk heilsu sína fyrir vatn úr' þessum brunni.
Sjálf gat hún eigi komizt til Lourdes, en hún fékk
einhvern til að sækja sér nokkuð af vatni úr lind-
inni. þegar henni var fært vatnið, lét hún reisa
sig við og færa sig í fötin, svo studdu tveir menn
við lienni meðan hún dýfði höndunum niður í vatn-
ið og signdi sig, og að því búnu drakk hún hægt
og hægt glas af vatninu. Síðan rétti hún úr sér,
skalf og æpti fagnaðaróp, og sagði: »Sleppið mór
fljótt, mér er batnað», og hún fór að ganga um,
svo sem hún hefði aldrei kennt nokkurs meins.
Á líkan hátt hafa margir aðrir sjúklingar fengið
heilsubót við brunn þenna, sem fjöldi sjúkra manna
streymir að á hverju ári enn í dag.
|>að sem nú hefir sagt verið, má telja sem
inngangsorð; en nú viljum vér nokkuð gjörr benda
á þann árangur, er við mátti búast að menn mundu