Iðunn - 01.02.1889, Síða 154
118 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld.
tilfinningarleysi o. s. frv. gat komið í svæfðan mann
fyrir inublástur þann, er hann fékk í dáinu ; þar
var þess og getið, að verkanir þessa innblásturs
gátu haldizt eptir að maðurinn var vaknaður, með
því að heilinn, þó vaknaður væri, var enn háður
•dávaldinum.
þ>egar menn höfðu tekið eptir verkunum þeim,
3em #svæfingarinnblásturinn» gat vakið hjá heil-
þrigðum mönnum, þá lá það beint við, að færa sór
þ>að, er menn þannig höfðu orðið áskynja um, í
nyt við sjúklinga, og láta liina örvuðu starfsemi
taugakerfisins, sem hægt var að kveykja fyrir inn-
hlástur, vera meðal til þess að lækna sjúkdóminn.
þ>að lá beint við að álykta á þessa leið : Úr því
að liægt er að láta heilbrigðan mann, sein svæfður
■er, verða tilfinningarlausan, fá sinateygjur, verða
xnáttlausan, o. s. frv., þá getur það einnig vel ver-
ið, ef eins er farið að, að það megi takast, að fá
þ>ví um líkum meinum létt af veikum mönnum, ef
þau mein að eins ekki stafa af einhverjum skemmd-
■um á líífærunum.
þ>að mun nú sýnt hér á eptir, hversu rétt
.þessi ályktun er, og hve góðan árangur það hefir
haft að fylgja henni. jþað hefir því verið farið al-
veg eins að við þá, sem veikir hafa verið, eins og
við heilbrigða. Dr. Liébeault, sem fyrstur liefir
komið upp með þessa lækningaaðferð, og mörg ár
haldið henni fram, fer nú að á þessa leið. Hann
svæfir fyrst sjúklinginn, og þegar hann er svæfð-
ur, segir Liébeault honum skýrt og sköruglega, að
mú sé honum batnað. það er að segja, hann reynir
til að koma inn hjá, honum sannfæringunni um