Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 155
Dáleiðsla og svefugöngur. 149
það, að þjáningar þær, er hann hefir fundið til, sé
horfnar, verkjunum sé linnt, máttleysið horfið, afl
sé farið að færast aptur í vöðvana o. s. frv. það,
að svæfður maður verður viðurtækilegri öllum á-
hrifum, notar hann til þess að skipa heilanum að'
gera allt það, er í hans valdi stendur til þess, aé
það verði að sannri raun, sem hann hefir viljað
telja sjúklingnum trú um, að orðið sé.
jpessi aðferð Dr. Liébeaults, sem hann sjálfur
hefir fylgt í mörg úr og honum gefizt mæta veh
er ekki orðin almenningí kunn fyr en nú fyrir fám
árum. Eu nú eru á Frakklandi mjög margir orðnir
ákafir formælendur hennar. |>au meinin, sem eink-
anlega tekst að lækna eða lina með þessari að-
ferð, er hin svonefudu »hysterisku»—móðursýkis- eða
vanýflasóttarkynjuðu, — það er að segja mein, er
hafa aðsetur sitt í taugakerfinu, en oss eru ókunn-
ar orsakirnar til þeirra og eðli þeirra, með því að
þau ekki lýsa sér þannig, að hægt sé að benda á
neinar átakanlegar breytingar á taugakerfinu ; en
eigi að siður eru verkanir þessara meina mjög svo
átakanlegar og tilfinnanlegar sjúklingunum. þessi
mein eru engan veginn ímyndunin ein, sem mörg-
um enn er hætt við að halda, með því að það enn
er algengt, að kalla »hysteria» innbyrlingarveiki;
þau eru þvert á móti mjög svo ill viðfangs, og tor-
velt eða enda ómögulegt að ráða bót á þeim með
meðölum þeim, sem almennt tíðkast. En svæfing-
arnar koma opt að bezta haldi einmitt þegar við.
þessi mein er að eiga. Máttleysi, margra ára gam-
alt, verkir, dofi, sárir taugaverkir í andliti, sina-
teygjur geta horfið eptir fáar »setur*. Fyrir Bvæf-