Iðunn - 01.02.1889, Síða 157
Dáleiðsla og svefngöngur. 151
brauði, og drakk rauðvíu við þessu. Hún kvartaði
ekki um, að sér yrði neitt meint, hvorki meðan
hún var að eta, nó eptirá. þessi meðferð var höfð
á henni nokkurn tfma, þannig, að Dr. Bernheim
svœfði hana annanhvorn dag, og bráðum fór svo,
að hann gat fengið hana til þess að matast, án
þess að þurfa að svæfa hana. Nú er þessi sjúk-
lingur alveg búinn að ná sér aptur, og er hún nú
heil heilsu.
Annar sjúklingur Dr. Bernheims, frú M., hafði
mánuðum saman verið bandóð, og hafði nærri
þver-aftekið það að eta nokkurn hlut. Hún hafði
ýmiskonar vithverfingar, bæði á sjón, heyrn og
tilfinningu; hún gat ekki sofið og kvartaði um
kvalir í maganum, er meinuðu henni að eta. A
geðsmunum var hún grálynd og uppstökk, og var
að sí-rífast við manninn sinn, svo að honum var
ekki við vært. Hverra ráða sem við var leitað, þá
var ekki hægt að fá hana til að sofa eða matast.
Dr. Bernheim reyndi loks til að svæfa hana, og
gat honum tekizt það, þótt erfitt veitti ; og skip-
aði hann henni þá að matast. Hún át kröptugan
matarskammt og varð ekkert meint við, og þegar
svo var búið aðvekja hana, fór hún að borða með
hinu heimilisfólkinu, og kom sízt til hugar, að hún
þegar hefði matazt. Með því að halda áfram sömu
meðferð á henni, tókst það loksins, að allækna
hana, og Dr. B. auðnaðist líka að breyta lund
hennar og geðsmunum með því að hann lagði
ríkt á við hana, jafnvel er hann svæfði hana, að
hún þyrfti að vera blíð og ástúðleg við manninn
sinn.