Iðunn - 01.02.1889, Síða 158
152
J. ChrÍ8tmas-Dirckitick- Holmfeld:
]?essi saga, er nú skal greina, er gott dæmi upp
á'kraptaverk þau, er gera má á svæfðum mönnum.
I)r. Voisin hefir vagt frá henni í Archives de neu-
rologie 1886.
]prettáuda dag desemberm. árið 1885, segir Dr.
V., var eg staddur í litlu þorpi á sunnanverðu
Frakklandi, og þurfti að bíða þar hálfa aðra klukku-
stund eptir því, að járnbrautarlest kæmi þangað á
heimleið til Parisarborgar. Meðan eg stóð þar við,
var komið til mín með bóndakonu þar í grennd-
inni; hún hafði í 6 mánuði verið máttlaus í hægra
liandleggnum. Mér var sagt, aö konan væri fertug,
og að hún í tvö ár hefði kennt ýmsra rneina, er
lýstu taugabilun ; hún hafði hafði herping um
barkann, og henni fannst eins og kökkur fyrir
brjóstinu á sér. Eptir einn af þessum taugaæs-
ingskippum hafði hún þá fyrir 6 mánuðum fengið
máttleysi í hægra handlegginn. Nokkrum dögum
síðar fékk hún nýtt kast, og eptir það kreppti á
henni hægri hendina, og hafði kreppa sú haldizt
síðan. Konan virtist vera sæmilega greind; hún
liafði gott minni, og svaraði skynsamlega upp
á það sem hún var spurð um. I hægra hand-
leggnum var máttleysi og því samfara kreppa, og
var það að öllu líkt máttleysi, er stafar af ein-
hverri heilabilun. Handleggurinn lafði niður, eins
og dauður væri, og gat ekki hreyft sig minnstu
vitund ; úlfliður og fingur voru mjög krepptir.
Neglurnar höfðu, þegar þær uxu, grafizt inn í lóf-
ann og voru þar komin sár undan þeim, er megn-
an ódaun lagði af; liðamótin á fingrunum voru
þrútin og aum. Konuna kenndi mjög sárt til, ef