Iðunn - 01.02.1889, Side 159
Dáleiðsla og svefngöngur. 153
reynt var að rétta úr fingrunum, og við það virt»
ist að eins herða á kreppunni. Hún hafði eðli-
lega tilfinningu í handleggnum, og ekki var dregið’
úr vöðvunum.
Mór þótti auðsætt, að eg hér ætti við mátt-
leysi, er stafaði af móðursýki; og þótt tíminn væri
naumur, vildi eg reyna, hvort nokkur bati kynni
að fást með því að svæfa konuna. Eg fór því
strax að svæfa konuna og tókst það áður en
fjórðungur stundar var liðin. Hún féll eins og í
dauðadá, og varð tilfinningarlaus og limir hennar
fullkomlega lémagna. Eg skipaði henni nú hárri
röddu að rétta úr litla fingrinum á hægri hend-
inni; hún gerði það, þótt auðséð væri, að hún ætti
bágt með það, og hana kenndi mikið til. jáegar
þetta tókst með fyrsta fingurinn, bauð eg henni að
rétta upp græðifingurinn, og gerði hún það; þá
skipaði eg henni að rétta upp löngutöng, en þar
virtist sársaukinn vera miklu rneiri og hún eiga
erfiðara með að gera það, sem boðið var; þó tókst
lienni það á endanum. Vísifingur og þumalfingur
átti hún hægt með að rétta upp. Húu var nú bú-
in að rétta alveg úr hendinni; en auðsóð var, að
bólgan í liðamótunum gerði henni talsverðan baga;
þó fór hún að eiga hægra og hægra með að hreyfa
fingurna, og loks bar ekki neitt á því, að hendina
höfði kreppt. Neglurnar, er voru mjög langar,
voru svartar, fullar af óhreinindum, og lófinn full-
ur af sárum og vilsu, vegna þess, hvað neglurnar
höfðu lengi grafizt inn i hann. Handleggurinn
hélzt óhreyfanlegur, meðan þessu fór fram; en nú
bauð eg konunni að hreyfa hann, og sagði henni