Iðunn - 01.02.1889, Side 160
154 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
fortakslaust, að him hlyti að eiga hægt með það;
og henni tókst það; fyrst átti hún reyndar bágt með
það, seinna veitti henni það léttara, og brátt kom
svo, að hún átti eins hægt með að hreyfa hægra
handlegginn eins og þann vinstra.
I aprílmánuði, það er að segja fjórum mánuð-
um eptir þessa lækning á konunni, sem þeir, 'er
sjónarvottar voru að því, töldu kraptaverk, hefi
eg nú fengið skeyti um, að konan sé síðan við
beztu heilsu, og að hún sé jafngóð í báðum liand-
leggjunum, svo að hún geti gengið í hvað eina.
Ein veikindi eru það, sem eru talsvert algeng,
einkum hjá börnum, og eru það þau, að börnun-
um hættir við að míga undir meðan þau sofa.
|>essi veikindi eru mjög hvumleið, bæði þeirn er
af þeim þjáist, og eins þeim, er við þá þurfa að
búa, og er opt ekki hægt að ráða bót á þeim.
f>ótt slíkur sjúklingur sé vakinn langa lengi, þótt
bundinn sé trédrumbur við bakið á honum, svo að
að hann ekki sofi upp í lopt, þótt honum sé hót-
að hörðu, þá stoðar þa ðekkert. Dr. Liébeault hefir
haft til lækninga 77 sjúklinga, er þjáðust af þessu
meini, og tókst honum að lækna velflesta þeirra,
þegar hann hafði svæft þá einu sinni eða tvisvar;
það voru einir 8, er honum varð ekkert ágengt
við.
Opt hafa menn neytt þess, að þeir sem svæfðir
eru, verða stundum alveg tilfinningarlausir, til þess
að skera í þá, meðan þeir hafa verið í svæfiugardá-
inu. þannig skar Dr. Cloquet árið 1829 krabba-
mein úr brjósti á kvennmanni einum, er svæfð haföi