Iðunn - 01.02.1889, Side 162
156 J. Ohristmas-Dirckinck-Holmfeld:
var hann mjög mikið skorinn ; en ekki var að sjá
á andlitssvip hans, að hann kenndi neitt til. |>egar
búið var að vekja hann, hafði hann enga hugmynd
um það sem fram hafði farið.
Hjá mörgum sjúklingum þótti mega sjá það
á andlitssvip þeirra, að þá kenndi sárt til; þó
sögðu þeir, þegar búið var að vekja þá, að þeir
myndu ekki til þess, að þeir hefðu kennt nokkurs
sársauka, meðan á skurðinum stóð; þeir mundu og
ekkert til þess, að þeir hefðu verið skornir.
það er því sannað, að Dr. Esdaile hafði hermt
rétt í skýrslu sinni, og það virðist sem Hindúar
mörgum fremur só viðurtækilegir áhrifum svæfing-
anna; það er víst um það, að í Norðurálfunni
hefði mönnum ekki tekizt jafnvel við svæfða menn,
og það er tæpast ætlandi, að tnenn í þessari heims-
álfu treysti mikið upp á svæfingarnar til þess að
gera menn tilfinningarlausa undir læknaaðgjörðir;
því þótt svæfingarnar opt megi takast til þess, þá
eru þær hvergi nærri óyggjandi, og þeir sjúkling-
arnir eru miklum mun færri, sem verða 3vo full-
komlega tilfinningarlausir, að tilfinnigarleysi þeirra
sé treystanda.
þegar átt hefir að venja ópíumsætur af ópí-
umsáti, þá hefir það gefizt vel að svæfa þá; eins
hafa svæfingarnar reynzt vel, þegar þurft hefir að
bæta geðsmuni þeirra, sem hafa haft bága geðs-
muni. Einkum er það yfirburða auðvelt, að ráða
lund barna til bóta. Dr. Bernheim segir þannig
frá því, hvernig sér hafi tekizt að gera óþekka og
lata stráka að þægðar- og iðnisbörnum, sem urðu
foreldrum sínum til ánægju.