Iðunn - 01.02.1889, Síða 164
158 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
hafði orðið vanfær meðan maður hennar var frá
heimilinu á langferð, og varð hún svo brjáluð jafn-
framt því að hún ól barnið.
það hefir opt áður í ritlingi þessum verið
minnzt á Liógeois háskólakennara í Nancy, sem
hefir samið afbragðsrit um svæfingarnar : De la
Suggestion hypnotique dans ses rapports avec le
droit civil et le droit criminel. Nancy 1885. (Um
svæfingainnblásturinn, að því leyti sem hann snertir
borgaraleg lög og sakalögin). Hann hofir gert marg-
ar tilraunir til þess að kynna sér, hvort hægt væri
að fá svæfða menn til þess að slcrifa undir víxl-
bréf, gjafabréf og því um líkt. Og með tilraunum
sínum komst hann að því, að það mætti takast
mæta vel. jpannig kom hann því inn hjá mjög
greindri konu, sem engan snert hafði af móðursýki,
að hún væri í 1000 franka skuld við sig. Hún
vildi reyndar lengi vel verjast því, að sætta sig við
þessa hugsun, en samt tókst honum að lyktum að
færa henni heim sanninn, og skrifaði hún undir á-
vísunarbréf upp á peningana. Annað skipti skaut
hann þeirri hugmynd inn hjá henni, að hún hefði
lofað manni sínum, sem var þar við staddur, að
borga fyrir hann 100,000 franka skuld. Pyrst tregð-
aðist hún við því, en lét brátt sannfærast um það,
að hann segði satt.
það er hætt við því, að svæfingunum kunni
að verða misbeitt, einkum þar sem ræðir um arf-
leiðsluskrár og gjafabréf, og það er varla neinn
vafi á því, að svæfingainnblástrinum hafi opt verið
beitt við garnalt fólk, eða þá sem hafa verið orðnir
ístöðulausir og kjarklausir af veikindum eða því um