Iðunn - 01.02.1889, Síða 165
159
Dáleiðsla og svefngöngur.
líku, til þess að fá þá til að semja slík skjöl; og
eius er það hugsaulegt, að það megi takast fyrir
innblástur eptir svœfingar að tálma því, að sá sem
slíkt skjal hefir samið, skrifi undir það.
I inngangsorðum ritlings þessa var bent á það,
hversu auðgert það væri, að fá svæfða menn til
þess að bera röng vitni fyrir dómi. Einkanlega
eru það börn, sem hægt er að fleka þannig, og
menn hafa þess mörg dæmi, að þetta hafi við-
gengizt. Má til dæmis um það geta um hið ill-
ræmda Gyðingamál á Ongverjalandi, er fyrir fám
árum varð svo tíðrætt um. j?ar voru nokkrir Gyð-
ingar um það sakaðir, að þeir hefðu drepið unga
kristna stúlku, er Estor hét, og drukkið úr henni
blóðið. Einn af þeim vottunum, sem hvað helzt
bar böndin að Gyðingunum, var 10 ára gamall
piltur, sonur eins þeirra manna, er fyrir sökum
voru hafðir, og lýsti hann þvi mjög greinilega fyrir
dómurunum, hvernig hann hefði séð föður sinn
drepa stúlkuna. Seinna komst það fyrir, að dóm-
ari sá, sem tók próf í málinu, og sem var fáfrótt
svolamenni, hafði með rannsóknum sínum gefið
piltinum hugmyndina til þess, hvernig hann ætti
að lýsa morðinu.
Að menn, sem svæfðir hafa verið, verði fengnir
til þess að fremja morð, er alveg vafalaust, og skal
að eins segja frá tveimur dæmum, sem tekin eru
úr bók Liégeois háskólakennara.
Hann fékk ungri stúlku, sem hafði verið svæfð,
svo að hún var sem í dái, skammbyssu, og bauð
henni að skjóta móður sína, er þar var viðstödd.