Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 166
160 J. Christmas-Dircldnck-Holmfeld:
Óðara en hún vaknaði, gerði hún það sem henni
hafði verið boðið.
Ungum svæfðum manni fékk hann ofboð lít-
inn böggul, sem hvítt dupt er í, og lét hann hann
vita, að það væri »arsenik». Hann skipaði honum
svo, þegar heim kæmi til móðursystur sinnar, er
hann var til húsa hjá, að hella duptinu í vatns-
glas og gefa svo móðursystur sinni eitrið. Sarna
kveld fékk Liégeois bréf frá móðursystur mannsins,
og segir hún honum frá, að systursonur sinn hafi
gert allt svo sem fyrir var mælt.
|>að mætti í fljótu bragði virðast mjög háska-
legt fyrir mannlegt félag, ef það yrði mjög almennt
að menn kynnu til svæfingar; en við voða þeim er
sú bót í máli, að það er ómögulegt að fá þann
mann svæfðan, sem ekki vill láta svæfa sig. Til
þess að geta svæft nokkurn mann, þarf það, að
hann láti það eptir, að hann sé svæfður, að minnsta
kosti fyrstu skiptin, og liver sem vill láta svæfa
sig, á hægt með að sjá svo fyrir, að einn eða fieiri
vottar sé við, sem óhætt er að treysta. En þótt
þannig varla sé við því að búast, að glæpir geti
orðið framdir fyrir hjálp viljalausra svæfðra manna,
er illræðismaðurinn brúkar sem verkfæri sín, nema
að eins örsjaldau, þá ætti þó dómarinn ekki að
gleyma því, að ekki er þetta ómögulegt, því ill-
ræðismanni, sem vel kann til svæfinga, mundi tæp-
ast verða skotaskuld úr því, að finna einhvern nógu
ístöðulausan, er léðist honum. Til þess að komast
íyrir það, hvort maðurinn hafi verið svæfður, þarf
ekki annað en að svæfa manninn aptur, og þá mun
það því nær ávallt takast, að fá manuinn til þess