Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 167
Dáleiðsla og svefngöngur. 161
að segja til hins sanna ; en lögfróðir menn eru ekki
samdóma um það, hvort til slíkra ráða megi taka
fyrir dómi.
* _ *
Hér að framan hafa verið leidd rök að því,
að fyrirburðir þeir, er menn verða varir við, með-
an svæfingardáið stendur yfir, stafa ekki frá nein-
um segulmögnuðum vökva, er les sig úr einum
Iíkama í annan, heldur er allt komið undir inn-
blástrinum ; með öðrum orðum: fyrirburðirnir stafa
af áhrifum þeim, er hugsun sú, er dávaldurinn
hefir blásið í brjóst svæfða manninum, hefir á heila
hans.
1 skjótu bragði virðist þetta ástand að öllu
leyti ólíkt því, er menn eiga að sér. þ>egar mað-
urinn er vaknaður, sér maðurinn það eitt, er í
sannri raun er innan sjóndeildarhrings hans, og að
því er sjá má, eru allar athafnir hans háðar vilja
hans ; en þó getur vel verið, að munurinn sé ekki
eins verulegur og margir kynnu að ætla.
Margar af athöfnum vorum framkvæmum vér
alveg ósjálfrátt, án þess að vilji vor eða vitund
eigi nokkurn þátt í því. Mænan vinnur sín störf,
án þess að vér höfum neitt af því að segja. Blóð-
rásin, andardrátturinn, næringin, lireifingar garn-
anna og fjöldi annara lífsstarfa eru framkvæmd
án þess að það komi neitt til kasta vilja vors eða
vitundar. J>að er langt síðan vissa fékkst fyrir
því, að áhrif geta borizt gegnum tilfinningartaug til
mænunnar og frá mænunni aptur til hreyfingar-
taugar, án þess að fara um heilann. |>ótt heilinn
Xðunu. VII. 11