Iðunn - 01.02.1889, Síða 168
162 J. Christmas-Direkinck-Holmfeld:
sé tekinn úr froski, þá getur froskurinn allt að
einu haldið áfram að bera fyrir sig limuua, svo
sem honum mundi beztu gegna; láti maður leka
dropa af edikssýru á skrokkinn á honum, þá sér
maður að hann fer að hreifa fæturna, eins og til
að reyna að nudda af sér dropann ; ef klipið er í
skinnið á honum, þá reynir hann til að forða sér.
í heilalausum froskinum getur starfsemi heilans
ekki komizt að ; en skepnan, sem er alveg meó-
vitundarlaus, getur þó framkvæmt þær athafnir,
sem samsvara tilganginum. Margar af athöfnum
vorum eru á líkan hátt framkvæmdar eptir eðlis-
leiðslu, án þess að vitund vor komi þar nærri, og
margar af þessum athöfnum eiga rót sina að rekja
til einhvers konar tilhneigingar til þess að stæla
eptir því, sem vér sjáum að aðrir menn gera, án
þess að vér þó getum gert oss glögga grein fyrir
því, að eptirhermufýsin sé undirrót þessara athafna.
Greinilegast má taka eptir þessu á börnum, með-
an hinni sjálfstæðu starfsemi heilans ekld er full-
farið fram hjá þeirn, og það er einnig einkum á
börnum, að hægt er að veita því eptirtekt, live
auðvelt veitir að smeygja hugmyndum og hugsun-
um inn í hinn vakanda heila og koma til leiðar
athöfnum, er svara til hugsananna. Ef maður t.
a. m. kemur þeirri ímyndun inn hjá einhverjum,
að hann hafi stigið fætinum ofan í maurabú, og
að á bakinu á honum sé krökt af maurum, þá mun
svo fara fyrir flestum, að þeim finnst sem maurar
sé að skríða um sig; meira að segja: sumum finust
ekki betur en að sig kenni til undan stungum
þessara ímynduðu kvikinda. Allir vita það af