Iðunn - 01.02.1889, Side 169
Dáleiðsla og svefngöngur.
163
eigin reynslu, að þegar einn fer að geispa, þA vill
flestum verða það sama ; taugakippir, St. Vitus-
dans, móðursýkiskynjaðir sinadrættir hafa líka
verkun ; það eru sumir menn, sem eiga ómögulgt
með að verjast neinu þessu, ef þeir sjá einhvern
annan fá það. Nú bætist og það við þetta, að
flestum er svo háttað, að þeim verður það fyrr
fyrir, að hlýða skipunum þeim, sem þeim eru gefn-
ar, heldur en að setja sig á móti þeim, hvort sem
það nú er af því, að þeim er það áskapað að vera
svona ósjálfstæðir, eða af því, að uppeldið hefir
gert þá svo. því er vant að fara svo, ef einhver
segir, þar sem margir eru sarnan komnir og eru
að tala saman: Látið aptur augun, að flestir
hlýða því alveg óafvitandi, og láta sér ekki til
hugar koma að hugsa um það, hve fjarstæð slííf
skipun er. Bezt tekst þetta við menn, sem eru
vanir því að hlýða öðrum , en þegar heilinn er
sljófgaður og meðvitundin sofnuð, þá getur ekki
heldur kjarkmaðurinn varizt því að hlýða; annars
manns vilji og hugsanir stjórna honum, og hann
vinnur ósjálfrátt og meðvitundarlaust það, sem fyrir
hann er lagt.
þetta tvennt, eptirhormufýsin og hlýðnistil-
hneigingin, ræður nú miklu um og má enda telj-
ast aðalorsakirnar til svæfingardásins. þess var
fyrr getið, hversu orð dávaldsins smeygja liugsun-
inni um svefn inn hjá þeim, sem reyna á að svæfa.
Hann sofnar stundum að eins af því, að dávald-
urinn skipar honum það, og stundum styrkir það
til, að hann ímyndar sér, að hann eigi fai staðið á
11*