Iðunn - 01.02.1889, Síða 170
164 J. Christmas-Dirckinck-Rolmfeld:
móti vilja dávaldsins; hann hljóti því að sofa.
Mörgum verður hægara fyrir að sofna, þegar þeir
hafa séð svæfingarnar reyndar á öðrum ; sjálfur
hefi eg séð í samkvæmi, þar sem eg svæfði tvo
menn, að kona ein féll í svæfingardá, án þess að
neinn hefði reynt til að svæfa 'hana, að eins af því,
að hún sá aðra sofna.
þegar heilinn er sljófgaður og meðvitundin
dofnuð, þá er sá, sem svæfður er, orðinn eins og
hver önnur viljalaus vélbrúða í höndum dávaldsins.
Hann getur ekki staðið á móti hugsunum þeim,
sem dávaldurinn blæs honum í brjóst, og það þótt
hann sé ekki fast svæfður. Skynsamir og greindir
sjúklingar, sem ekki eru nema laust svæfðir, og
sem því geta gert sér fulla grein fyrir því, sem
fram fer, meðan þeir eru í mókinu, skýra svo frá
ástandi sínu, að þeir finni til einhvers höfga í öll-
um limum, er geri sér það ómögulegt, að hreifa
legg eða lið. þótt þeir verji sér öllum til, geta
þeir ekki svo mikið sem lypt upp augnalokunum,
svo lengi sem dávaldurinn segir þeim, að þeir geti
ekki lokið þeim upp. En þegar dávaldurinn segir :
Ljúktu upp augunum, þá er eins og létti af þeim
fargi, og þeir fá þá aptur stjórn á augnavöðvum
sínum.
En hvaða breytingar á störfum heilans eru
það, sem valda þessum fyrirburðum ? þessu er
enn ekki hægt aö svara ; margar eru lærdómsá-
ætlanirnar, sem gerðar hafa verið, en engi þeirra
hefir náð því, að menn almennt aðhylltust hana.
Sumir liafa reynt að gera sér þetta skiljanlegt fyrir
þá sök, að einhver óregla kæmi á blóðrásina í heil-