Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 171
Dáleiðsla og svefngöugur.
165
anum (Rumpf.). Preyer hefir komið meðþákenn-
ingu, að líming hugsunarinnar við eina einstaka
hugmynd hefði í för með sér sterklega örvaða starf-
semi heilalífagnanna; af þessu leiddi myndun efna,
er hefðu svæfandi verkun, af því, að þau gleyptu í
sig eldi heilans. þ>essi orð kunna nú að vera fög-
ur á að líta, en til fróðleiks eru þau ekki girnileg.
Heidenhain þóttist geta skýrt allt fyrir sér af því, að
það vantaði nægilega blóðsókn að heilanum; en hann
hefir horfið frá þeirri ætlan eptir að hann þóttist
kominn að sannri raun um það, að hjá svæfðum
mönnum væri blóðsóknin að heilauum heldur meiri
en minni en vanalega, og nú er hann farinn að
hallast að skoðun Browns og Séquards, er vilja
skýra þessa svæfingarfyrirburði fyrir sér með því,
að gera ráð fyrir einhverri hömlun á starfsemi
heilans. Prosper Despine segir : »Svæfingarleiðsl-
an er nokkurs konar svefn, og er, meðan á honum
stendur, hið vitundarlausa líf heilans örvað, en vit-
undarlíf hans annaðhvort að öllu leyti eða að nokkru
leyti slokknað#. þessi skýring hefir það til síns
ágætis, að hún leiðir mann ekki í neinar gönur;
hún skýrir sem sé alls ekkert.
Á þessu má sjá, að um þetta mál lízt sitt
hverjum. Og þarf engan að furða á því, að svo
sé, ef menn að eins vilja gæta þess, að um eðli
heilans er oss enn að miklu leyti alveg ókunn-
ugt, þrátt fyrir hinar mörgu ágætu uppgötvanir,
sem gerðar hafa verið í liffærafræðinni á seinni
árum. Nákvæm rannsókn svæfinganna og þeirra
fyrirburða, er þeim eru skyldar, kann, ef til vill,