Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 10
4
Á. H. B.:
IÐUNN
gaard, hinn mikla danska trúarádeilumann í huga,
er hann reit Brand. En orðtaki Kierkegaards: annað-
hvort — eða! hefir Ibsen þó snúið upp í hina miklu
og ströngu siðferðiskröfu: alt eða ekkert! Annars
hefir Ibsen tekið það sjálfur fram í bréfi til Georgs
Brandes, er hann reit honum 3—4 árum eftir að
»Brandur« kom út, að Brandur sinn hefði getað verið
hvaða stéttar, sem verkast vildi. Aðalatriðið væri, að
hann léti ekki bugast og slægi ekki neinu af siðferð-
ishugsjón sinni. í bréfinu segir meðal annars:
wBrandur hefir verið misskilinn, að minsta kosti
eftir minni tilætlun með honum (en þar til getið þér
auðvitað svarað því, að tilætlun mín komi ekki »krí-
tíkinni« við). Misskilningurinn stafar sýnilega af því,
að Brandur er prestur og að hér er um trúarleg efni
að ræða. En hvorugt þetta skiftir nokkru máli. Eg
hefði treyst mér til að draga alveg sömu ályktun,
hvort sem heldur hefði verið um myndasmið eða
stjórnmálamann, og ekki prest, að ræða. Eg hefði
getað veitt þeirri tilfinning minni, sem kom mér til
þess að semja Brand, útrás, þótt ég í hans stað
hefði tekið t. d. Galíleí til meðferðar (auðvitað þó
með þeirri breytingu, að hann hefði staðist eldraun-
ina og ekki játað, að jörðin stæði kyr); já, hefði
ég verið uppi 100 árum síðar, þá hefði ég ef til vill
getað lýst yður og baráttu yðar við samninga-speki
Rasmusar Nielsen. Yfirleilt er meira hulið hlut-
leysi fobjektivitel! í »Brandi« en mönnum hingað til
hefir skilist, og þessu er ég <jua poeta ekki svo lítið
rogginn af.«
Lítum nú á sjálft leikritið, umhverfið, sem það
gerist í, og persónur þær, er það leiðir fram á sjón-
arsviðið. Leikurinn fer fram í einum af hinum þröngu
og skuggalegu fjalldölum í Noregi vestanverðum —