Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 48
42 Olaf Johan-OIsen: IÐUNN fyrir hinar endalausu skirskotanir til ritningarinnar. Og allar sögur þeirra höfðu hið sama inni að halda: Allah il allah (guð er guð), og Mahómet er spá- maður hans. Akbar taldi óþarft að lesa kóraninn. Honum væri bara hnuplað saman úr ýmsum öðrum trúarbrögðum. Arabisku, hina helgu tungu kóransins, mat hann lítils og tók jafnvel latínu og grísku fram yfir hana. Dini Illahi var um fram alt eingyðistrú. Guð- dómseiningin, »Tauhid i Illahi* var aðalmáttar- viður hennar. »AlIir gefa hinni æðstu veru nafn, en i raun og veru er ómögulegt að finna nafn á því, sem er óþekt,« segir hann í »Ummælum« sínum. Annars má líka nefna trú hans algyðistrú: Guð er alstaðar og í öllu. Trú hans var mannkærleikatrú. Það hafði hann frá Búddha og þó einkum frá Kristi. Það var trúarskylda að hjálpa snauðum mönnum og sjúkum. Líknsemi var hin mesta og sjálfsagðasta dygð. Akbar varði sjálfur afarmiklu fé, bæði eftir mælikvarða sinnar tíðar og nútíðarinnar, til að líkna sjúkum og snauðum. Voru sett á stofn sjúkrahús, lyfjabúðir og íshús. Lægstu stéttirnar skyldu eiga heimtingu á miskunsemi. Vændiskonurnar, sem bjuggu í útborginni (djöfla-bænum) ásamt slátrur- um, böðlum og knæpuhöldurum, fengu rétt til að kæra mál sín fyrir stjórnarráðinu og keisaranum. Sérstök lög voru sett til verndar þeim. Akbar settist aldrei. að borði, fyr en hann hafði séð um, að fátæklingar hundruðum saman, — oft svo þúsundum skifti, — hefðu fengið mat í húsi hans, vanalega betri mat en hann sjálfur. Því að nægjusemi var talin dygð í nýju trúnni, einnig fasta, og enn fremur að neyta eigi kjöts né sterkra drykkja. Ilmvötn og reykelsi mat Akbar mikils og taldi ilm- inn til andlegra nautna. Velvild til allra lifandi vera var brýnd fyrir mönn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.