Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 48
42
Olaf Johan-OIsen:
IÐUNN
fyrir hinar endalausu skirskotanir til ritningarinnar.
Og allar sögur þeirra höfðu hið sama inni að halda:
Allah il allah (guð er guð), og Mahómet er spá-
maður hans. Akbar taldi óþarft að lesa kóraninn.
Honum væri bara hnuplað saman úr ýmsum öðrum
trúarbrögðum. Arabisku, hina helgu tungu kóransins,
mat hann lítils og tók jafnvel latínu og grísku fram
yfir hana.
Dini Illahi var um fram alt eingyðistrú. Guð-
dómseiningin, »Tauhid i Illahi* var aðalmáttar-
viður hennar. »AlIir gefa hinni æðstu veru nafn, en
i raun og veru er ómögulegt að finna nafn á því,
sem er óþekt,« segir hann í »Ummælum« sínum.
Annars má líka nefna trú hans algyðistrú: Guð er
alstaðar og í öllu. Trú hans var mannkærleikatrú.
Það hafði hann frá Búddha og þó einkum frá Kristi.
Það var trúarskylda að hjálpa snauðum mönnum
og sjúkum. Líknsemi var hin mesta og sjálfsagðasta
dygð. Akbar varði sjálfur afarmiklu fé, bæði eftir
mælikvarða sinnar tíðar og nútíðarinnar, til að líkna
sjúkum og snauðum. Voru sett á stofn sjúkrahús,
lyfjabúðir og íshús. Lægstu stéttirnar skyldu eiga
heimtingu á miskunsemi. Vændiskonurnar, sem
bjuggu í útborginni (djöfla-bænum) ásamt slátrur-
um, böðlum og knæpuhöldurum, fengu rétt til að
kæra mál sín fyrir stjórnarráðinu og keisaranum.
Sérstök lög voru sett til verndar þeim.
Akbar settist aldrei. að borði, fyr en hann hafði
séð um, að fátæklingar hundruðum saman, — oft
svo þúsundum skifti, — hefðu fengið mat í húsi
hans, vanalega betri mat en hann sjálfur. Því að
nægjusemi var talin dygð í nýju trúnni, einnig fasta,
og enn fremur að neyta eigi kjöts né sterkra drykkja.
Ilmvötn og reykelsi mat Akbar mikils og taldi ilm-
inn til andlegra nautna.
Velvild til allra lifandi vera var brýnd fyrir mönn-