Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 129
IÐUNN
Lord Avebury: Hjúskapur og vinátta.
123
Jafnvel þegar lífið lætur oss Ijúfast, getur slíka
storma að höndum borið, og velmegunin ein fær með
engu móti skapað oss farsæld og frið.
Maðurinn var ekki lil þess skapaður að lifa einn
síns liðs, ekki einu sinni í aldingarðinum Eden.
Hjarta lians verður að vísu að vera bundið við
heimilið, en það er holt að hafa störf að rækja utan
þess. Oss er hvorki ætlað að lifa eingöngu í félagi
né eingöngu í einveru. Hvorttveggja er holt, mér
liggur við að segja nauðsynlegt.
Náttúrufegurð er sífeld gleðilind, en sólríkur him-
inn hefir litil áhrif, nema sólskin sé í hjartanu lika.
Tilfinningar vináttu, virðingar og ástar eiga rót
sína að rekja lil heimilisins. Heimilið er undirstaða
og upphaf siðmenningarinnar; það er hinn rétti skóli
oss til handa í öllu því, er bezt er; það vekur með
oss hinar göfugri tilfinningar og það, sem æðst er í
eðli voru. Hvað gætu englarnir haft æðra með hönd-
um en það að færa öðrum ánægju og gleði?
Vera má, að lieimili þitt sé lítilfjörlegt, ljótt eða
ófagurt, jafnvel kuldalegt eða óviðfeldið, en þar er
þér ætlað að dvelja og leysa af hendi skyldustörf
þín; og því meiri sem eríiðleikarnir reynast, því ríku-
legri verður umbunin.
Að bera þolinmóðlega skapraunir og ranglæti er
þyngri kostur en að vinna baki brotnu; það er lif-
andi fórn, þyngri en fjárútlát, tímaeyðsla og erfiði.
Fáir munu þeir vera, er í alvöru vilja byrla öðrum
óhamingju, og þeir hinir fáu eru ekki líklegir til að
Iesa það, sem ég er að segja. En líkindi eru til þess,
að það sé miklu oftar hugsunarleysi eða ónærgætni
heldur en mannvonzka, sem veldur ýmsu böli manna.
Veittu viðtöku hverjum manni með björtu brosi og
þýðnm orðum, og bjóð þú hann velkominn með
glöðu bragði.
Það er ekki nóg að elska þá, sem oss eru kærir.