Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 155
iðunn Á. H. B.: Á vesturvígstöövunum. 149
mánaðar 1918 í námunda við Grivesnes-höllina.
Focli var þá ekki enn orðinn yfirforingi, en var
foringi þessarar herdeildar og lét sér þá þau minnis-
stæðu orð um munn fara: Bpelta magnast; þessu fer
fram!« rétt eins og hann sæi straumhvöríin fyrir.
Fegar komið er til Amiens, má sjá einhver hin
lyrstu vegsummerki stríðsins á hinni fornfrægu dóm-
kirkju þar. Hún er frá 12. öld og er líkt og dóm-
kirkjan í Reims hrein völundarsmíð. Tekist heíir að
verja veggi og framhlið kirkjunnar með sandpokum
og þvl., en þakið er alt rofið og því vísast töluverð
spell inni í kirkjunni. Brautin til Amiens var lengst
af lífæð norðurhersins. Fóru stundum um 150 lestir
á sólarhringnum eða meira en 6 lestir á hverri
klukkustund frá París og norður þangað með her-
gögn og vistir, og hefir þá mikið legið við; enda
reyndu Þjóðverjar hvað eftir annað að ná borginni.
í síðustu framsókn Þjóðverja á þessu svæði 21. marz
1918 urðu Frakkar loks að yfirgefa borgina, enda
mátti segja, að þá rigndi eldi og brennisteini bæði
frá Ílugflotanum þýzka og úr hinum langdrægu fall-
byssum þeirra. Fá liafði hinn »grátandi engill« á
dómkirkjunni fulla ástæðu til að gráta bæði yfir
landinu og borginni, er flestir urðu að flýja hana.
En nú er alt að færast þar 1 samt lag aftur, og 60
þúsundir af 90 þús. íbúum hennar fyrir stríðið eru
nú aftur seztir að í borginni.
Enn höldum við áfram nokkra stund, þangað til
komið er til Albert, smábæjar eins i Somme-hér-
aði. Það er fyrsti bærinn, sem heila má að liggi í
rústum. Þar voru 7400 íbúar fyrir stríðið, en nú
eru þar ekki nema nokkur hundruð manna. Eftir-
læti bæjarins og héraðanna hringinn i kring var,
eins og raunar viðar, kirkjan, hin svonefnda Maríu-
kirkja hjarðmannanna [Notre-Dame de Brebieres). Hún
var ekkert sérlega falleg til að sjá, en afarskrautleg