Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 32
IÐUNN Heilindi. i. Einn þeirra erlendra manna, sem eg hef kynzt mest <og orðið hefur mér minnisstæðastur, var kínverskur heið- ingi, Tung Fu að nafni. Við áttum heima í sama hverfi í litlum bæ, leituðum sams konar fræðslu og sáumst nærri því daglega um þriggja missera tíma. Tung Fu hafði numið kenningar Confuciuss í æsku, verið síðan ár- um saman við nám í Tokio, höfuðborg japana, en var nú að kynna sér heimspeki Vesturlanda, áður en hann iæki við háskólakenslu í föðurlandi sínu. Eg get ekki sagt, að mér fyndist sérstaklega til um gáfur hans. Mér virtist sálarlíf hans stundum fáskrúðugt og einhæft, þegar eg bar hann saman við hámentaða Norðurálfumenn. Samt dáðist eg að honum. Ef sú þekking ein er vizka, sem ■er runnin manni í merg og bein, þá var Tung Fu vitur maður. Hann hugsaði allra manna ljósast og fastast. Því or mér auðveldara að muna margt af því, sem við töl- uðum saman og hann sagði mér, en flest annað, sem •eg hef heyrt. Og hugsun hans og siðaskoðanir stjórnuðu allri breytni hans og mótuðu dagfar hans. Hann var heiU maður. Hann kendi mér að skilja hina heiðnu spekinga fyrri alda, frá Sókratesi til Gests Oddleifssonar, betur en eg hafði áður gert. Tung Fu viðurkendi fúslega, að siðferðishugsjónir krist- inna manna:.væri háleitari en Kínverja. Lærisveinar Con- fuciuss spurðu hann einu sinni, hvort þeir ætti að launa ált með góðu. »Nei« — svaraði hann —, »því að með

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.