Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 64
58 Asgeir Magnússon: IÐUNN til skautanna mæta auganu færri og færri stjörnur. Þar er styst út í myrkan og auðan himingeiminn. Eitthvað dularfult hvílir þó enn, að áliti stjarnfræðinga, yfir ljós- bjarma Vetrarbrautar. Bíður það úrlausnar komandi kyn- slóða. Af lögmálum Seeligers ásamt öllum gögnum sem að þeim lúta, þykir nú fullsannað. Að allar stjörnur og einnig vor sól innifelist í einu rnjög stóru stjörnuveldi, sem er takmarkað og endan- legt á alla vegu. Þetta er [/etrarbrautin. Innan hennar skiftir tala stjarna ef til vill þúsundum mi/jóna, en er einnig takmörkuð. Utan Vetrarbrautar er auður geimur og stjörnu/aus. Stjörnustraumar Vetrarbrautar. Fram til síðustu aldamóta álitu menn að stjörnurnar rynnu sitt á hvað, í allar áttir í rúminu, án hins minsta skipulags. Árið 1914 birti hollenskur stjarnfræðingur, sem Kap- teyn heitir, ályktanir mikilla rannsókna. Leiddu þær í ljós að stjörnurnar falla um rúmið í 2 aðal-straumum. Straum- arnir renna samhliða miðbaugsfleti Vetrarbrautar, en falla í gagnstæðar áttir. Stuttu síðar komst Eddington að sömu niðurstöðu án þess að vita hvað hinum leið og síðan ýmsir aðrir. Straumar þessir nefnast oftast 1. og 2. straumur. Mikla athygli hafa straumar þessir vakið og veitist mönnum örðugt að rekja orsakir þeirra. Stefnur straumanna. Aukastraumar. Fyrsti straumur stefnir á Vetrarbraut nálægt Hundastjörnu. Annar straumur stefnir lágt á suðurhimin., Fyrsta straum fylgja 3 stjörnur á móti hverjum 2 stjörnum í öðrum straum. Stjörnur 1. straums hafa einnig meiri hraða en stjörnur 2. straums.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.