Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. KVEflJUÁVARP FRÁ ÞJÓflKIRKJU ISLANDS TIL HINS EV. LtJT. KIRKJUFÉLAGS ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Á HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI IÆSS. Herra forseti! í nafni hinnar íslenzku þjóðkirkju leyfi éy mér sem tilsjónarmaður hennar að óirna Hinu evangelisk-lútersk kirkjufélagi Islendinga í Vesturheimi, á hálfrar aldar afmæli þess, náðar og friðar frá Guði og frelsara vor- um Jesii Kristi. Enginn, sem þekkir starfsferil Hins evangelisk-lút- erska kirkjufélags frá fyrstu byrjun, getur annað en vottað því aðdáun sína fyrir starf þess alt til þessa days, og það alt að einu þótt eittlwað kunni að hafa borið á milli með starfsmönnum þess og starfsmannaliði móður- kirkjunnar hér á landi, að því er snertir skýringar og skoðanir, varðandi þau efni, sem ágreiningi geta valdið. Hver sá, er hefir kynt sér sögu hins íslenzka þjóðar- brots, sem til Vesturheims fluttist, getur ekki annað en dáðst að þeirri óbifanlegu trúarsannfæringu og því trú- arþreki, sem fyrstu forgöngumenn þessarar félagsstofn- unar voru gagnteknir af, er þeir í drottins nafni tóku að vinna að sameiningu hinna íslenzku safnaða, sem dreifðir voru yfir hið mikla landflæmi, í einn allsherj- arfélagsskap. Erfiðleikarnir, sem hér var við að stríða, uoru svo óendanlega miklir og margvíslegir, að mörg- um hefði hrosið liugur við að leggja út í slíkt. En trú þessara frumherja félagsstofnunarinnar á sigur góðs uiálefnis hefir vissulega ekki orðið til skammar. Þrátt 15

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.