Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 34
252 Innlendar fréttir. Kirk.j uritið. Siðasta daginn ver'ða rædd önnur inál, seni fulltrúar vilja, að borin verði upp á fundinum, og tillögur afgreiddar. Undirbúningsnefnd berast nú daglega lilkynningar um jiátl- löku í fundarhaldinu viðsvegar að af landinu, senda söfnuðirn- ir 1—3 fulltrúa, þeir sem fá því við komið. Er þvi útlil fyrir niikla þátttöku, og má gjöra sér góðar vonir um það, að lund- urinn verði kristnilili í landinu til eflingar. Framkvæmd aldurshámarkslaganna. Samkvæmt lögunum frá síðasta Alþingi um aldurshámark em- bættismanna, er veitingavaldinu heimilt að leysa frá embætti hvern þann embættis- og starfsmann hins opinbera, sem orðinn er futlra 65 ára, en fullra 70 ára skuhi þeir hverfa ur embætt- um. Þó teyfa lögin, að embættismaður, sem híotið hefir embætti sitt með almennri kosningu, en á að fara Irá samkvæmt löguni þessum, geti sótt um embættið að nýju og hljóti hann kosningu, þá skuli hann fá veitingu fyrir embættinu um 5 ár. Nú eru prestar hér á landi kosnir með almennri kosningu og ujóta þeir því góðs áf þessu sérákvæði laganna. í marz í vetur fengu 7 prestar, sem komnir voru yfir sjötugl, liíkynningu, um hendur biskups, þess efnis, að lil þess væri ætlast, að þeir beiddust lausnar frá næstu fardögum. En jafn- fraint ákvað kirkjumálaráðherra, að kæmu fram beiðnir frá meiri hluta kjósenda um að njóta áfram þjónustu presta sinna fyrst um sinn, þá skyldu þær óskir teknar til greina, þó þvi aðeins, að hlutaðeigandi prestur væri ekki kominn yfir þann atdur, sem hæstur getur hugsast eftir lögunum (þ. e. 70 + 5 ár). Frá sóknarbörnum þriggja þessára presta hafa komið fram mjög eindregin tilmæli um að mega áfram njóta þjónustu þeirra, þótt orðnir væru 70 ára. Þessir þrír prestar eru þeir prófastarnir séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi (áskorendur 172 að tölu af alls 195, sem kosningarrétt hafa) og séra Ólafur Magnússon i Arnarbæli (áskorendur 250 af 275 kjósendum), og sóknarprestur séra Þórarinn Þórarinsson á Valþjófsstað (áskor- endur 226 af 246 kjósendum), og verða þeir allir áfram i em- bættum fyrst um sinn, unz öðru visi verður ákveðið. Loks hefir komið samskonar áskorun frá yfirgnæfandi meiri hluta kjós- enda í söfnuðum séra Arnórs Árnasonar i Hvammi. En hún varð ekki tekin til greina, vegna þess að presturinn er orðinn meira en 75 ára gamali. Þeir 4 prestar, sem fara frá embættum nú í fardögum, eru þessir: Séra Arnór Árnason í Hvammi (fullra 75 ára), séra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.