Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 37
lvirkjuritið. Erlendar fréttir. 255 þýðingu Jóliannesar guðspjalls. Þegar hann fann dauðann nálg- ast, mælti hann við drenginn, sem reit eftir frásögn hans: „Skrif- aðu hraðara“. Drengurinn vann af kappi. „Nú er þvi lokið“ mælti hann. „Já“, mælti Beda prestur heilagur, „nú má óhætt segja, að því sé lokið“. Að því húnu hneig hann út af örendur. Þetta var á Uppstigningardag 735. Á siðastl. Uppstigningar- dag var lesin sálumessa Beda prests i enskum kirkjum. B. K. Friðarhreyfingunni vex ásmegin. Nýlega stóð grein með þessari fyrirsögn í Bandaríkjablaðinu „Nation“, sem ýmsir frjálslyndir mentamenn standa að. Greinin var eftir Oswald Garnison Villard, fyrverandi ritstjóra blaðsins. Þar er komist að orði á þessa leið: Þrátt fyrir alt má fullyrða, að friðarhreyfingunni vaxi fiskur um hrygg. Verður ekki efast um það af neinum, sem veitir at- hygli starfsemi lielztu kirkjudeilda vorra. Með hverju árinu verða þær öflugri og ákveðnari í baráttu sinni gegn hverskonar styrjöldum. Allir l'riðarvinir munu einlæglega fagna hirðisbréfi því, sem fyrir skömmu hefir verið gefið út af hiskuparáði hínnar prótestantisku biskupakirkju, og jafnframt undrast, hversu djarflega er tekið á þessum efnum. Þetta er það, sem bréfið segir um hina svívirðilegu hergagnaverzlun: „Þær ástríður, sem æstar eru upp af ágirnd og vanheilögum metnaði, koma glegst i ljós og eru fóstraðar og framdregnar á svívirðilegastan hátt af starfsemi þeirra, sem framleiða vopn og hergögn i gróðaskyni. Þessi níðinglegi atvinnuvegur hlífir hvorki vini eða óvini í framdrætti sinnar ósvinnu iðju, og á engan sinn líka meðal iðjufyrirtækja nútimans, að kaldrifjaðri og grimm- lundaðri gróðafíkn. Hann stofnar til styrjalda, blæs að kolum haturs og heiftar, æsir upp þjóð á móti þjóð og ver miklum hluta síns illa fengna auðs til að bera róg á milli þjóðanna, vekja hjá þeim ótta hver við aðra og róa undir stríð. Hergagnaiðjan á sterkastan þátt i því, að vekja tortrygni meðal þjóða, úlfúð og væringar og stafar því af henni sjálfri hin mesta ófriðarhætta. í hátíðlegum friðarsáttmála hafa þjóðirnar afneitað stríði. . . Sem kristnum mönnum er oss ósæmilegt, að eiga nokkurn þátt I þvi starfi, sem miðar að því að rjúfa þær siðareglur, sem höfðingi friðarins hefir boðað. Hernaður er morð í stórum stíl. Og víti ófriðarins mikla sýnir oss fávísa ilsku slíkrar haráttu °g hörmuleg afdrif, þar sem enn er eigi séð fram úr þeirri neyð °g fjárkreppu, sem af honum leiðir. Kristin kirkja getur hvorki né vill neita á þann hátl hollustu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.