Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Slund lil liljóðrar bænar. 245 kunna okki móðurmál hans, svo að þeir sjá ekki sumar þær myndir, sem dregnar eru upp í lpsmálinu sjálfu. !>að heyrist stundum um það rætt, hve nauðsynlegt sé, að fs- lendingar liafi opin augun fyrir þeirri hættu, sem sjálfstæði landsins geti stafað af slænnun fjárhag. Það er í alla staði rétt, að fjárhagslegt sjálfstæði er nauðsynlegt atriði í baráttu þjóð- arinnar fyrir tilveru sinni. En það má heldur ekki gleymast, að sigur sá, sem unnist hefir i sjálfstæðisbaráttu landsins, er framar öllu öðru því að þakka, að islenzkum afbragðsmönnum tókst að sannfæra útlenda mentamenn og stjórnmálamenn um það, að ís- lendingar ættu menningu, sem verðskuldar ekki aðeins virðingu, heldur aðdáun og jafnvel þakklæti annarra þjóða. íslendingar halda áfram að eiga tilveru sína f)vi að þakka, að þeir séu menn- ingarþjóð og að menning þeirra sé öðrum þjóðnm kunn. Og eins og fyr verður það meginskilyrði allrar framsóknar, allrar sjálf- xtæðisbaráttu og alls jafnaðar og réttlætis, að |)jóðin meti sig og sína menningu ekki minna en hún ætlast til að útlendingar geri. Henni verður að vera það ljóst, að geri lnin kröfur til viðurkenn- ingar annarra, hlýtur hún og að gera kröfur til sjálfrar sín. Enginn sem þekkir til íslenzkrar atorku og seiglu, bæði í löngu liðnum atburðum og í framkvæmdum síðustu áratuga, efast um, að ís- lendingar geta verið, þrátt fyrir fámenni sitt, í fremstu þjóða röð. I>að fann Klettafjallaskáldið, sem kvað: „Og loks er vaknar landsins eigin sál' og lítur eins og vorsól yfir dalinn, hún fær að erfðum öllu dýrra mál og auð í huga sögu-þjóðar falinn. Og þessa vissu vakið upp liún fær: I>ó verði skörð í auð og jarðveg frjóvan, ið bezta. sem á grundu hverri grær er göfug þjóð með aridjans fjársjóð nógan. Ritað í Winnipeg 1935. Jakob Jónsson. Stund til hljóðrar bænar. „Hin hljóða stund, sem ætlast er til að höfð sé við messu- gjörðina, finst mér ágæt. hún skapar helgi .... I'etta hvíldar- lausa starfslíf heimtar einmitt hljóðar stundir, þar scm andan- um gefst tækifæri til að staðnæmast í tilbeiðslu og hvíld. — Vixlsöngurinn aukinn og hljóð stund í ldrkjunni ætti að gefa guðsþjónustunni nýtt lif“. (Úr bréfi frá lækni).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.