Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 22
240 Friðrik Hallgrimsson: Kirk.juritið. öllum sínum vanköntum sæll komið til þessa lands, allra mest fyrir það, að hann er lifandi minning þess, að Guðs ríki er þó fyrst og fremst sjálfsafneitandi líf á kærleiks- vegi Krists, ofar orðasvælunni og öllum vatnaskilum tvistraðra trúarflokka“. Smámsaman óx starfsemi Hersins og fleiri starfsmenn bættust við, bæði erlendir og þeir, er bér gengu í félag- skapinn. Gistihús var farið að starfrækja snemma á ár- inu 1898, með 10—15 rúmum, og gátu menn fengið nætur- gistingu þar fyrir 10—15 aura og kaffibolla með smurðu iirauði fyrir 15 aura, og kom það sér vel fyrir marga, sem félitlir voru. Nú eru i gistihúsi Hersins 70 rúm. í sam- bandi við það hefir lengi verið sjómannastofa. Húseign- in bér í Reykjavík er nú virt á rúmar 190 þúsund krónur. Fé hefir verið safnað liér til þessa starfs, en mikið fé hefir komið frá aðalstöðvunum á Englandi. Herinn hefir altaf liugsað um að safna fé handa fátæk- um, sérstaklega um jólin, og kannast allir Reykvíkingar við „jólapotta“ þá, sem gjöfum er safnað í til glaðningar fátækum fyrir jólin. Innan þessa félagsskapar eru ýmsar starfsdeildir, eins og kveníelag, er nefnist „Heimilasamhandið“ með um 20 meðlimum, tvö unglingafélög og sunnudagaskóli með um 800 innrituðuín nemendum. Málgagn Hersins er mánaðar- blað, er nefnist „Herópið", sem komið liefir út siðan 1895. og var Þorsteinn Davíðsson fvrstur ritstjóri þess. Auk Reykjavíkur starfar Herinn á þessum stöðum hér á landi: Isafirði, Akureyri, Hafnarfirði, Seyðisfirði og Siglufirði. í Hernum eru nú hér á landi um 200 starf- andi „hermenn“, og auk þess í yngri deild um 70. Af þeim eru 25 foringjar, sem verja öllum tima sínum til starfsins. í sambandi við afmælið var ársþing Hersins haldið hér í Reykjavik dagana 24.—30. maí, og stjórnaði þvi Möklebust ofursti, aðalritari Hersins i Noregi, er kom hingað i þeim erindum ásamt konu sinni. Hátiðarsam-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.