Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1935, Blaðsíða 32
250 Benjamín Kristjánsson: Opið hréf. KirkjuritiÖ. hennar — þetta var hans æðsta boðorð, og ef vér aðeins för- um eftir því, þá nægir það oss. Og meðan ég er ennþá sann- færðnr um þetta, get ég ekki afneitað Kristi, hversu mjög sem þú eða aðrir atyrða mig fyrir það, því að ég sé engan betri veg en þann, sem hann kendi. Það er að skilja á bréfi þínu, að mér muni hafa farið fram að vitsmunum frá þvi á skólaárum minum, að því skapi sem þú tel ur mér hafa hrakað að mannkostum. Um þessa hluti deili ég vit- anlega ekki. En til þess að vera jafn hreinskilinn, vil ég ])á segja mínar skoðanir um þig. Það er fjarri mér að gera þér nokkrar slíkar getsakir. Ég gæti yfirleitt ekki hugsað mér, að þú yrðir nokkru sinni risavaxinn í illmenskunni. Sjálfur virðist þú ímynda þér, að þér hafi farið fram að mannkostum. Þó að ég telji þetta mikið efamál, eins og sjá má af því, sem á undan er sagt, þá væri mér þó ljúft að reyna að trúa þessu. Ef til vill heldur þú, að þú getir unnið þjóð þinni meira gagn nú, en meðan þú varst prest- ur í Eyjafirði. Þú heldur ef til vill, að hvatir þínar séu hreinni og brýndari til almenningsheilla. Betur svo væri. Ég er ekki sá. sem dæmir hjörtun og nýrun. (En auðvitað gæti þetta líka verið ný tegund af ,,trú“-hræsni). En látum svo vera, að þú hafir hér farið í öfuga stefnu við mig. Ég óttast, að það sé þá eins ákomið með hitt atriðið, að þar hafir þú einnig farið í öfuga stefnu. Þinn veiki punktur var altaf höfuðið, „en hjartað það var gott“. Fall þitt er ekki skýranlegt öðruvísi. „Óklárindin“, sem þú kvartar undan að hafi þjakað þig i upphafi, virðast ekki hafa yfirgefið þig og heldur farið versnandi. En hvað gagnar hin „góða meining“, ef skilninginn vantar? Þá kýs maðurinn sér bið verra hlutskifti og þykist hafa himin höndum tekið. Ef böf- uðið skortir jafnvægi, og grunnfærnin er átakanleg, er þá von lil, að maðurinn geti nokkru sinui orðið annað en grautarpottur. sem aðrir fá að hræra í eftir vild sinni? Er von til, að hann verði annað en viljalaust og ábyrgðarlaust þý einhvers flokks? Það, sem mér þykir sorglegast við núverandi ástand þitt. er einmitt þessi hnignun í hugsunarþroska. Þú sem áreiðanlega þorðir þó að lnigsa mál ])itt sjálfur, meðan þú varst í |)jóð- kirkjunni, ert nú farinn að hugsa eftir „réttum línum“. Þú erl farinn að vitna í Lenin, eins og Móse og trúarjátninguna. Þú ert kominn á það stig, að ímynda þér að kommúnisminn sé sú „eina sanna trú“. Öll sjúkdómseinkenni trúarofstækisins, sem ég lýsi i Ganglera eru til staðar. Hatrið er þar, þröngsýnin er þar. grimdin er þar. Og það sem allra leiðinlegast er: Þessi móður- sýkiskenda og hálf brjálaða hugmynd um, að allir séu þorparar og illmenni, sem ekki eru á ykkar skoðun.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.