Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 20

Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 20
154 Stanley Jones: KirkjuritiÖ. fyllið þannig lögmál Krists“. I stað baráttunnar fyrir lifi sjálfs sín á að koma baráttán fyrir lífi annara. Það var bein afleiðing af kristindóminum, að band- ingjar og þrælar fengu lausn. Páll skrifaði Fílemon með þræli, sem liafði strokið frá honum: „Tak þú á móti honum .... ekki lengur eins og þræh, heldur þræli fremri, eins og elskuðum bróður“. Nýtt líf færðist í þræl- ana. Hin kúgaða stétt lyfti höfði. Þrælar urðu prestar, þeir, sem auðugastir voru og voldugastir, krupu oft við fætur þeirra og þágu aflausn þeirra og blessun. Keis- arinn helgaði einhverja fegurstu kirkju Ítalíu þræli, sem liafði liðið píslarvættisdauða. Kristnir menn gáfu þræl- um sínum frelsi, sumir jafnvel i þúsundatali. Á Frakk- landi var það venja á 13. öld, er öllum þrælum liafði þegar verið fengið frelsi, að opna dúfnabúr í kirkjunum á stórhátíðum til merkis um það, að bandingjar fengju lausn i nafni Krists. Kristindómnum er engin minkun að ásökun Nietzsclie, að liann sé átrúnaður handa þræl- um. Hann á aðeins að verða það i miklu ríkara mæli. Þar sem velja skal i milli manna og fjármuna skal meta manninn meir. Annað sæmir ekki. Eins og liver maður hefir jafnan rétt fyrir Guði og borgaralegum lög- um í lýðfrjálsu landi, þannig eiga einnig allir menn að hafa jafnrétti liverir við aðra félagslega og efnalega. Ilver maður á að verða leystur þannig úr böndum, að bann standi frjáls meðal bræðra. Það er heilagt hlut- verk kristninnar að vinna að því engu síður en í önd- verðu. SJÓN FYRIR BLINDA. Jesús boðaði ennfremur, að blindir skyldu fá sýn, sjúkir bót við böli sínu. Hann vildi, að mennirnir yrðu heilir, var þeim sjálfur hjálp og hreysti, læknaði þá til fulls af sjúkdómum þeirra. Það var einn þátturinn i guðsríkisstarfi háns. Hann flutti ekki aðeins mannssál- unum fagnaðarboðskap sinn, heldur mönnunum heil-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.