Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 23
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 157 við hugsjónastefnu hans. Þeir láta sér ekki skiljast, að vér mennirnir, andlegar og siðferðislegar verur í efnis- heimi, lifum lífi voru frammi fyrir andlegri og siðferð- islegri veröld, sem eflir hið góða en berst gegn hinu illa. Jesús sagði: „Hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína?“ Allur ytri heimurinn gæti ekki bætt það tjón, sem mannssál- in yrði fyrir, ef heilindi liennar, hreinleiki og göfgi yrðu skert. En hversu oft verður það ekki þar, sem samkepni ræður og menn auðgast á annara kostnað. Það er eins og eitthvað bresti með þeim hið innra. Þyngsta raun mannkynsins er sú að finna, hversu það hefir vilst á refilstigu og breytir ranglega, er Grótti malar gull ann- arsvegar og hinsvegar hrynja menn niður úr hungri. Vér erum í nauðum staddir, andlega og siðferðislega. „Takið sinnaskiftum“, sagði Jesús forðum og segir enn við nútímakynslóðina. Og það þýðir nú á voru máli: Hefjið samstarf í stað samkepni. Menn færðu til hans lama mann og létu síga niður um þakið. Jesús sá þegar, að líkamlegur sjúkleiki mannsins stóð í sambandi við sjúkdóm sálar Iians. Syndin var undirrótin, vanheilsan ávöxturinn. Hann reif bölið burt með rótum. „Barnið mitt“, sagði hann, „syndir þínar eru fyrirgefnar“. Og maðurinn varð alheill á sál og likama. Heiininum þyrfti að Iilotnast hið sama. Ef vér iðruðumst villu vorrar og vildum taka nýja stefnu, þá myndum vér finna bót við andlegu og siðferðilegu böli og verða heil. Að vísu erum vér bundin siðferðislögmáli. Vér upp- skerum eins og vér sáum. Vér erum frjáls að velja at- hafnir vorar, en vér getum ekki valið um afleiðingar þeirra. Vér virðumst brjóta lög Guðs — en vér brotnum sjálf, hrökkvum aftur á hak, blóðugir, titrandi vesaling- ar. Sá sem hygst að skjóta sér undan siðalögmáli Guðs í siðferðilegum heimi er fábjáni siðferðilega séð. En er þá ekki fyrirgefning útilokuð i slíkum heimi?

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.