Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 26
Kirk.juritið. AF PARÍSARFÖR MINNI VEGNA „ÞRIÐJA ALÞJÓÐA-ÞINGS LÚTERSKRAR KRISTNP* HAUSTIÐ 1935. Eftir clr. Jón Helgason biskup. II. Ýmislegt var gert til að skemta fundarmönnum. Þann- ig bauð borgarstjórn Parísarborgar oss öllum til veizlu á Hotel de Ville og borgarstjórinn (president de Conseil municipel), Jean Chiajjpe, ávarpaði fundarmenn. Eitt kveldið hélt Fédération protestaiit samkomu til beiðurs fundarmönnum í Église de la Redemption. Og einn dag- inn var ekið með alla fundarmenn til Versala og Tri- anon, og mun sá dagur oss seint úr minni líða, þótt veð- ur væri fremur kalt þann dag — jafnvel fyrir okkur Norðurlandabúa, sem sízt skyldi ætla. í viðurkenningarskyni fvrir alla meðferð Parísarbúa á okkur fundarmönnum, var að skilnaði lagður mikill og fagur blómsveigur á leiði „ókunna hermannsins" við Sigurbogann. Einn fundardaginn fór fram einkennileg og fvrir oss fundarmenn flesta allnýstárleg athöfn í fundarsalnum, sem sé lieiðurs-doktorakjör af hálfu guðfræðideildar Parísar-háskóla. En fyrir því kjöri urðu tveir helztu at- kvæðamenn framkvæmdarnefndarinnar: forsetinn gamli dr. Morehead og Daninn dr. A. Th. Jörgensen. Fór at- höfnin fram að miðaldasið, og var hin merkilegasta. Deildarkennarar háskólans með forseta sinn í broddi fylkingar komu inn í salinn klæddir marglitum silki- sloppum með harla einkennilegar húfur á höfði. Eftir

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.