Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 30
164 Jón Helgason: Kirkjuritið. og er nú prestur vió sjómannakirkju í Grimsby. Hélt ég i fyrstu, að erkibiskupi hefði verið kunnugt um íslenzkt þjóðerni prestskonunnar og í því tilefni mælst Lil þess, að ég' aðstoðaði við vígslu manns hennar. En því neitaði hann og þótti honum þetta ekki síður en mér harla ein- kennileg og ánægjuleg tilviljun, ef um tilviljun skyldi vera að ræða. Síðan heim kom úr utanför minni hefi ég fengið bréf frá þessum sænska presti og mynd af þeim lijónum og lítilli stúlku, sem þau eiga, og þykir mér vænt um að eiga þetta til minja um þessi atvik. Þriðjudagsmorgun kl. 9 kvaddi ég svo liina miklu og fögru Parísarhorg. En þaðan var nú haldið beina leið norður til Bryssel. Kirkjuráð evangeliskra safnaða í Belgiu liafði gert okkur, fulltrúum Norðurlandakirkn- anna orð að koma við í Bryssel á heimleiðinni, til þess að kynna okkur allan hag' hinna evangeliskn safnaða þar á nálægum tíma. En hin evangeliska kirkja er þar i landi aðeins örlítil minnihlutakirkja, sem á við fremur þröngan kost að búa; því að landsmenn eru að miklum meiri hluta katólskir af hug og hjarta. Komum við til hinnar fögru belgisku höfuðborgar um kl. 1 eftir hádegi og tók nefnd andlegrar stéttar manna á móti okkur á járnhrautarstöðinni og ók með okkur að hótelli einu („L’hotel Cecil“) í liöfuðgötu borgarinnar, þar sem við skyldum liafa náttstað. Settumst við þar að dagverði og hvíldum okkur stundarkorn eftir járnbrautarhristinginn. Eins og kunnugt er var næstliðið sumar haldin mikil sýning þar í borginni og hafði móttökunefnd hagað dag- skrá á þá leið, að tími jæði aflögum til þess einnig að koma þar við. Kl. var ekið með okkur gesti til sýn- ingarinnar, og gengum við þar um í tvo klukkutíma og virtum fyrir okkur aðallega sýningarhýsi Norðurlanda- þjóðanna þriggja og Finnlands. Neita ég því ekki, að það kom talsvert við hjarlað í mér, að þar var hvergi neitt að sjá frá mínu eigin landi, og það því fremur sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.