Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 32

Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 32
166 Jon Helgason: Kirkjuritið. Voru skýrslur þeirra mjög svo lærdómsríkar og fluttu oss margvíslegan fróðleik, sem flestum okkar gestanna var alveg nýr og áður ókunnur. Frá þessari samkomu ókum við, þegnar konungs Dana og íslendinga, beina leið til danska sendiherrans, Otto Krag kammerherra, sem hafði boðið okkur til dag'verðar á heimili sínu. Fengum við þar hinar alúðlegustu við- tökur og liafði ýmsum gestum öðrum af dönsku þjóð- erni verið boðið tii máltíðarinnar með okkur. Að því er ég hefi komist næst, er Krag kammerherra í móðurætt af íslenzku bergi hrotinn sem 5. maður frá Jóni Eiríks- syni konferensráði. Því miður athugaði ég þetta ekki fyr en eftir á, annars liefði ég reynt að fá fulla vissu fyrir því hjá kammerherranum sjálfum. Kl. 2% eftir liádegi var svo haldið á stað frá Bryssel beinustu leið til Kölnar og þaðan aftur eftir 3 stunda dvöl með næturlestinni til Hamborgar. Komum við þang- að kl. 7 um morguninn næsta dag. Vorum við alls tíu samferðamennirnir á lestinni frá París til Bryssel og þaðan til Kölnar og skemtum við okkur hið bezta á leið- inni. í Köln urðu Svíarnir eftir (Stadener, Wollmer, og Pehrsons-hjónin), og í Hamborg skildu þeir við okkur Sjálandsbiskup og danskur prestur með honum. En við fjögur, sem eftir urðum (Brun-Rasmussen biskup og kona hans, dr. A. Th. Jörgensen og ég), héldum hóp frá Hamborg norður eftir Holtsetalandi og Suður-Slésvík alla leið norður til Fredericia. Hafði ég valið þá leiðina aðallega til þess að fá tækifæri til að sjá hina miklu nýju brú yfir Litla-Belti, og iðraðist ég þess ekki; þvi að það mikilfenglega mannvirki á það fyllilega skilið, að því sé gaumur gefinn. — 1 Fredericia kvöddum við biskupshjónin frá Árósum og þegar til Odense kom, kvaddi ég ferðafélaga minn, dr. Jörgensen og var nú loksins einn míns liðs það, er eftir var ferðarinnar lil Kaupmannahafnar. Hafði ég þá verið alls 18 daga i

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.