Kirkjuritið - 01.04.1936, Síða 33

Kirkjuritið - 01.04.1936, Síða 33
Kirkjuritið. Parísarför. 167 þessu ógleymanlega ferðalagi um lönd og staði, er áður voru mér að mestu leyti ókuimug. í Kaupmannaliöfn fékk ég nú vikudvöl vegna óliag- stæðra skipaferða. Liðu þeir dagar ærið fljótt, því að heita mátti að liver dagur væri fyrirfram áskipaður. Næstsíðasta kveldið, sem ég dvaldi þar í borginni flutli ég á samkomu Dansk-íslenzka félagsins erindi um Hannes biskup Finnsson. Var þar mikið fjölmenni sam- ankomið, en sérstaklega höfðu niðjar Hannesar biskups, sem búsettir eru þar í borginni, fjölment, til þess að kynn- ast æfiferli þessa íslenzka langafa síns og langalangafa, sem fæstir þeirra þektu nema lítilsháttar af óljósri af- spurn. Er ekki ofmælt, að þar voru eftirtektarsamir og, að því er ég hygg, þakklátir áheyrendur. Fyrra skiftið, sem ég dvaldi i Höfn, slapp ég' alveg við blaðamanna-heimsóknir, en i seinna skiftið ekki. Eru þær heimsóknir farnar að verða bein plága ferðamönn- um og oftast lítið á því að byggja, sem þeir liafa eftir manni og láta hlöð sín flylja lesendunum. f þetta skifti slapp ég þó fremur vel. Hnýsni fréttaspyrjenda snerist hjá öllum um Oxfordlireyfinguna, álit mitt á henni og hvaða viðtökur Oxford-menn mundu fá, ef kæmu fylktu liði til íslands á næsta vori. Um síðari spurninguna hlaut ég að verjast allra frétta og um fyrri spurninguna gat ég ekki annað sagt en það, sem satt var, að ég væri hreyfinguniii ókunnugur nema helzt af blaðagreinum. En með því að ég, af skiljanlegum ástæðum, hafði eng- ar athugasemdir við lireyfinguna á liraðbergi, þá þurfti ekki meira til þess að „taka mig til inntektar“ sem hálf- gildings Oxfordmann í einni blaðagreininni út af við- talinu við mig! En kvinnan, sem þar hélt á penna, frétti ég seinna, að væri eldheitur fjdgjandi hinnar nýju hreyfingar. Laugardag 2. nóv. steig ég svo aftur á skipsfjöl. Vegna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.