Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 40

Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 40
Kirkjuritið. FRJÁLSLYNDI. Eftir Frederick M. Eliot. Frjálslyndi i skoðiinuni ber miklu freniur að líta á sem sér- staka skapgerð, heldur en ákveðið kenningakerfi. Það sem um er að ræða er afstaðan gagnvart sannleikanum en ekki „sann- leikurinn" sjálfur, því að allar staðhæfingar um sannleikann þykja frjálslynduin hug varhugaverðar, þvi að vitum við nokkuð fyrir víst? Sagt er um Jolin Wilkins, lærðan kirkjumann á seytjándu öld, að hann.hafi altaf tekið höndum saman við þá, sem ástund- uðu lærdóm í því skyni að öðlast viturlegri hugsun, að losna frá þröngsýnum skoðunum, hjátrúarkendum hroka og hverskonar ofstæki. Þetta er ágæt lýsing á frjálslyndum manni. Ofstæki i skoðunum ber venjulegast aðeins vott um ótrausl á sinum eigin málstað. Og þegar frjálslyndur maður befir vaxið upp úr þvi, hefir honum tekist það einungis með þvi að komast til sterkrar og öruggrar trúarsannfæringar, sem gerir hann víð- sýnan gagnvart ýmsum frábrugðnum skoðunum. Umburðarlyndi frjálslyndra manna er sprottið upp af öruggmn trúargrundvelli og ber því vott um styrk, en ekki veikleika. Það sem Erasmus skrifaði árið 1524 um kaþólsku kirkjuna gæti átt við hverskonar trúarlegt frjálslyndi. Hann sagði: „Kjarni trúar vorrar er friður og samstilling. En þessu verður ekki viðhaldið auðveldlega, nema með þeim hætti að halda aðeins fast við örfáar grundvallarkenn- ingar, en lofa svo hverjum manni að liafa skoðanir um flest önn- ur efni eflir vild“. Það hefir aldrei verið meiri þörf á því en nú, að vér gerum oss það ljóst, að grundvallartrú vor þarf að styrkjast og dýpka til þess að vér getum haldið áfram að vera sannarlega víðsýn. Flokkadrættir, þröngsýni, hroki og ofstækisfullur málaflutning- ur eru hinir illu ávextir alls ófrjálslyndis, sem gætir á öllum syiðum lifsins. Lækninguna verðum vér að sækja lil hinna dýpri miða sálarlífsins, þangað, sem orustugnýr baráttunnar heyrist ekki, þangað, sem deilur og skoðanamunur ná ekki; vér verðum að sækja hana þangað, sem mætisl trú og samúð allra göfugra sálna. til þeirrar uppsprettu, sem skapar og endurnærir alt lif- anda líf. Lausl. ])ýtt úr The Christian Register, Boston. B. K.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.