Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 41
KirkjuritiS. ERLENDAR FRÉTTIR. Frá Indlandi. 'í enska blaðinu ,,The Christian World“ hefir nýlega birzt mjög athyglisverð grein um trúarástand lægstu stéttarinnar á Indlandi. Ahugi fer mjög vaxandi hjá henni á því að kynna sér kristin- dóminn og taka kristna trú. Hafa jafnvel stórir bópar þyrpst inn í kirkjuna á siðustu tímum. Það er Gandhi, sem hefir manna mest og bezt komið hinni kúguðu stétt til meiri þroska; og nú hefir einhver nafnkendasti leiðtogi hennar, dr. Ambedkar, hvatt hana alla til þess að hafna Hindúisma og aðhyllast þau trúarbrögð, er haldi fram jafnrétti hennar við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Múhamedstrúarmenn og ýmsir trúarflokkar aðrir hafa boðið þessum miljónum, sem telj- ast til lægstu stéttarinnar, að ganga inn i söfnuði sina umsvifa- laust. En kristnir leiðtogar fara sér bægar. Þeir liirða ekki um það. að menn streymi inn í söfnuði sína, meðan hugir þeirra og hjörtu eru enn ósnortin af kristindóminum. Þeir sýna þeim mestu samúð eins og bræðrum sínum og systrum ogtaka fagnandi hverj- um þeim, er gengur Kristi á hönd. Þessi aðstaða mun vafalaust vera rétt og leiða lil mikillar bless- unar. Árangur hennar er þegar kominn skýrt i ljós. Um alt Ind- land sækja stórir flokkar til trúboðanna og biðja um fræðslu um Krist og því næst inngöngu í kirkjuna. Leiðtogar þeirra láta svo um mælt, að kristindómurinn sé eina trúin, sem þeir hafi hug á að taka, og fyrir þeim vaki, að stétt þeirra öll, sjötíu miljónir, snúist til kristinnar trúar á þessum mannsaldri. Þúsundunum, sem nú gjörast kristnar, fer sífjölgandi. Þær munu verða að miljónum, ef til vill mörgum miljónum, svo framarlega sem kristnir söfnuðir Indlands og Vesturlanda bregðast ekki skyldu sinni. Það má ekki segja við skarana, sem knýja á og biðja um fræðslu, að þeir skuli bíða rólegir nokkur ár, unz þeim verði sint. Þvi að þá liður hjá bezta tækifærið, sem nokkuru sinni hefir boðist lil þess að útbreiða kristnina með miljónum manna á skömmum tima. Forstöðumenn trúboðsstöðvanna hafa tekið þá ákvörðun, að allir skuli vinna í sameiningu. Kennendur i kristnum fræðum eru sendir i þá staði, þar sem mest er sótt eftir fræðslu, og smásöfn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.